10671321_10152598979611708_2254789415320035099_n-300x168

October 18, 2014

Málningarvinna í strákaherberginu

Þeir sem þekkja mig vita að ég er lítið fyrir hvíta veggi, auðvitað er nauðsynlegt að hafa þá með því það gengur ekki að hafa allt parketlagt og fólk yrði nú frekar ringlað ef allt væri köflótt en mér finnst voðalega gaman að brjóta upp hvít herbergi með einhverju allt öðru.
Undanfarnar vikur höfum við verið að taka efri hæð hússins í gegn, ég málaði fyrst skvísuherbergið, grænt og hvítt og bætti við doppum og friðrildum og svo kom að strákaherberginu. Þar sem hann er næstum því 17 ára gat ég gleymt fiðrildum og doppum og fékk þá hugmynd að prófa að teipa vegginn þvers og kruss og mála svo yfir og fá þannig einhverskonar munstur.
Í þetta skiptið var ég ekki nógu dugleg að taka myndir, líklega vegna þess að ég vissi ekkert hvað ég var að gera og bjóst ekkert endilega við að þetta kæmi vel út og yrði lokastaðan en smellti þó af einni í miðju verki og nokkrum í lokin.
Fyrst málaði ég vegginn hvítan og notaði svo málningarlímband og bjó til hálfgerða þríhyrninga og óreglulega kassa út um allt og málaði svo yfir allan vegginn með gráu. Svona kom það út þegar ég var búin að taka límbandið af veggnum ….

1622753_10152691360336708_8485643719229400586_n-168x300

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég ákv. að skilja eftir einn hvítann þríhyrning og fannst tilvalið að hafa hann í kringum ljósið til að auðvelda mér þetta aðeins og einn lítinn í viðbót á stað sem hentaði vel en það vantaði eitthvað aðeins meira.
Þá mundi ég eftir svörtu málningunni sem ég átti til, ég málaði nefnilega svefnherbergið mitt svart í fyrra og átti afgang. Eins og þið heyrið var þetta algjörlega óskipulagt verkefni.  Ég bætti við smá svörtu og þá fór þetta að koma betur út.

10537120_10152598979566708_1836874047236872828_n-168x300

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vóla.. einn svartur blettur kominn og ég bætti við tveimur í viðbót..

10671321_10152598979611708_2254789415320035099_n-300x168

 

 

 

 

 

Ég vildi hafa þetta óreglulegt og handahófskennt og þetta varð útkoman.  Strákurinn var mjög sáttur þegar hann kom heim.

1900001_10152691357336708_4295109914651390121_n-300x168

 

 

 

 

 

Ég málaði svo einn vegg alveg gráan með hvítri umgjörð og tvo hvíta og var bara nokkuð kát með verkið því þetta var ótrúlega einfalt og kom skemmtilega á óvart.

Kveðja Ester.

Leave a comment to Málningarvinna í strákaherberginu

  1. Notaru teip til að gera munstrin? :)

Leave a Reply

Your email address will not be published.