10743320_10152760971357243_1454310366_n

October 19, 2014

Billy bókaskápar fá nýtt útlit

Fyrir rúmum mánuði síðan stóð ég fyrir framan Billy bókaskápana í Ikea og velti fyrir mér hvort ég ætti að velja hvíta eða eik.. Ég valdi eikina og var ótrúlega sátt með valið þegar við komum heim. Þeir pössuðu mjög vel inn hjá okkur og gerðu mikið fyrir stofuna þrátt fyrir að kosta afar lítið. Við löbbuðum út með fulla körfu og stofan okkar var orðin tilbúin fyrir nokkra þúsundkalla.

billy-bokhylle__0252331_PE391163_S4
Viku seinna fann ég þennan fullkomna 60’s skenk inná finn.no sem ég varð að eignast! Stofan okkar skiptist í stofu og borðstofu og á þessum tíma var aðeins borð og stólar í borðstofunni.

10733611_10152761024992243_742186780_n

En aftur að billy..
Það gekk ekki alveg að hafa eikina með þessum nýja og ég dauðsá eftir að hafa ekki keypt þessa hvítu. Eftir langa umhugsun ákvað ég að mála þá hvíta og sjá hvernig það myndi koma út. Ég átti hvíta málningu frá því að ég málaði borðstofuborðið okkar og ákvað að prófa eina hlið til að byrja með..

10726423_10152760978967243_2053525371_n

Hér fyrir ofan er mynd af þeim fyrir, ennþá voða tómlegir og bara með dótið okkar sem við tókum með út..

 

10733468_10152760978957243_49967349_n
Þetta kom ótrúlega vel út! Ein umferð búin og mér finnst æði hvernig línurnar á skápnum koma í gegn.

 

 

ff

Tilbúnir! Nú fær skenkurinn loksins að njóta sín.

 

10743320_10152760971357243_1454310366_n

Og ein enn.. Hérna sést liturinn betur.

Kveðja, Kristjana Diljá

 

Leave a comment to Billy bókaskápar fá nýtt útlit

 1. Virkilega flott. Gætiru aagt mér hvernig málningu þú notaðit?

  • Hæ Hulda! Ég notaði Lady akrýlllakk með 80 % glans, engan grunn. Ég fór aðeins eina umferð vegna þess að ég vildi fá frekar gróft útlit á þá svo að línurnar kæmu í gegn. Síðan ef þú vilt hylja alveg er hægt að fara fleiri umferðir.
   Kv. Kristjana Dilja (Allt sem gerir hús að heimili)

 2. Væri lika til í að vita hvaða málningu þu notaðir :)

  • Sæl Ásgerður! Ég notaði Lady akrýlllakk með 80 % glans, engan grunn. Ég fór aðeins eina umferð vegna þess að ég vildi fá frekar gróft útlit á þá en svo er hægt að fara fleiri umferðir til þess að hylja alveg.

   Kv. Kristjana Diljá (Allt sem gerir hús að heimili)

 3. Geggjað flott! Þurftirðu ekkert að pússa neitt?

  • Nei ég pússaði þá ekkert! Ótrúlega einfalt..

   Kv. Kristjana Diljá (Allt sem gerir hús að heimili)

 4. Notaðiru rúllu eða pensil til að mála hilluna?

Leave a Reply

Your email address will not be published.