a023792aee512c122ffdad6c2e2c009d

October 20, 2014

Eldhúspælingar og allt þetta sæta.

Það stendur einhversstaðar að eldhúsið sé hjarta hússins. Það er líklega rétt enda líður aldrei sá dagur að maður notar ekki eldhúsið. Eldhúsið nýtist líka í margt annað en matargerð, skólakrakkar sinna heimanáminu, sumir nota eldhúsið til að föndra, aðrir til að naglalakka sig og í veislum safnast oft ákveðinn hópur saman í eldhúsinu til að ræða… eldhúsmál.
Eldhúsið er líka oftar en ekki stór hluti af stofunni þar sem á undanförnum árum hefur verið ” inn ” að hafa eldhúsin algjörlega opin inn í stofuna.
Svoleiðis er þetta hjá mér, ef þú ert inni í stofu þá sérðu allt eldhúsið og öfugt.
Þetta er getur verið pínulítil pressa, ég er alltaf að taka til í eldhúsinu, alltaf að þurrka af borðunum og alltaf að ganga frá einhverju ofaní skúffur og inn í skápa og Þar að auki verður helluborðið að vera matarleifalaust að mestu milli þess sem ég elda… ekki það að mér takist það samt alltaf.
Eldhús ganga líka í gegnum tískusveiflur sem getur verið erfitt að fylgja eftir, það er meira en að segja það að skipta um eldhúsinnréttingar. Það koma tímabil þar sem eldhús eiga að vera stílhrein, helst hvít, allir skápar lokaðir og það má eiginlega ekki sjást neitt á borðunum, svo koma önnur tímabil þar sem er töff að hafa allt uppá borðum og yfirfylla allar hillur sem eru hafðar opnar og það er alls ekki verra ef það stórsér á innrréttingunni og hún lítur út fyrir að vera eldgömul þó hún sé ný.
Það er nokkuð ljóst að það þýðir ekkert að eltast við svona vitleysu enda hefur hver og einn sinn smekk, sitt eldhús, sitt hugmyndaflug og efni til að vinna með.
En það er ekkert svo gott að ekki megi bæta það örlítið og svo veit ég að það eru fleiri eins og ég þarna úti sem þurfa endalaust að vera að breyta öllu heima hjá sér, jafnvel þó þeir kunni ágætlega við hlutina eins og þeir eru….voru, voru áður.. verða aftur…
Og nú komum við að ástæðunni fyrir þessum pósti, mig langaði bara að sýna ykkur nokkrar eldhúsmyndir. Þessi finnst mér td. alveg snilld og nú langar mig í svona hillu fyrir ofan eldhússkápana hjá mér.

a887b07bbcfabeb7459613fe6d2c4f72
En þetta er auðvitað ekkert svo sniðugt nema maður eigi eitthvað fallegt til að hafa í þeim, eins og myndin sýnir þarf það þó ekki að vera merkilegt. Mér finnst þetta allavega koma bara nokkuð vel út og því ekki að hengja brauðbrettin uppá vegg þó þau séu mikið notuð ? Það er allavega þægilegt að nálgast þau þar.

aa551237232b257d29a4f167a29c5438
Mikið finnst mér líka fallegt að hafa hillu yfir glugganum.

dc7013f440918a9788f06fdbb291d6a8
Opnar hillur aftur.. og ef þú átt ekki nóg af eldhúsdóti til að fylla þær með er alltaf hægt að sækja sér eitthvað úr stofunni. Sem í mínu tilfelli myndi kosta allsherjar breytingar þar.. Kannist þið við svoleiðis ? Ef ég ætla að færa til einn vasa td. getur það orðið að þriggja daga prógrammi og stofan lítur út eins það hafi sprungið sprengja þar á meðan, það þurfa allir hlutir að færast og prófa aðra staði.
Eða þegar einhver gefur manni kannski nýjan kertastjaka.. ekki misskjilja mig, ég elska gjafir en það getur tekið marga daga að skipuleggja hvar hann á að vera og hjá mér hefur það alveg endað með að ég málaði alla stofuna og skipti um gardínur. Allt út af einum kertastjaka.
En aftur að eldhúspælingum..

ef186bf3ccc94a0e71e4af9171a007d7
Ég get alveg viðurkennt það að ég er búin að fara í Ikea og kaupa mér svona blómavasa til að nota undir eldhúsáhöldin, ég neyddist reyndar til að kaupa ný eldhúsáhöld í leiðinni því mín gömlu pössuðu ekki nógu vel í vasana… að mér fannst.

e5c80d5dfad47958bf0aecd77b8190df
Svo finnst mér þetta dálítið sniðugt, trékassar fyrir blóm og diska… En til að framkvæma þessa góðu hugmynd þyrfti ég aukavegg.

fd32634c3ac33e059a976c720306e473
Það má auðvitað setja hillurnar bara í gluggann ef það vantar veggpláss, góð hugmynd.

f4195a30cdac79ad2890a3c479608d4d
Svo er ég agalega skotin í þessum gráa lit, finnst hann fara sérstaklega vel með þessum viðarlituðu hillum og öllu þessu fallega sem er raðað í þær. Ég er allavega komin með nokkrar góðar hugmyndir eftir að hafa skoðað þessar myndir og þið kannski líka ?

Kveðja úr Kjósinni, Ester.

Leave a comment to Eldhúspælingar og allt þetta sæta.

  1. Æði ☺️

Leave a Reply

Your email address will not be published.