10710613_10152701851851708_5053574984903984655_n

October 22, 2014

Nokkur orð um kerta-arna.

Ég lofaði ykkur nokkrum orðum um kerta-arna. Ég er búin að eiga einn í þrjú ár en hann kemur frá Byko. Ég held að ég geti ekki fengið leið á honum. Þetta er húsgagn sem tekur sífelldum breytingum hjá mér í skreytingum og nýtur sín allra best ljómaður kertum á kvöldin.
Hann sjálfur hefur ekki breyst mikið nema ég fékk hann grunnaðann með hvítri kalkmálningu og hafði hann bara þannig í 2 ár, málaði hann svo með Lady lakki – 80 % gljáa og það verður að segjast eins og er, það er allt annað að strjúka af honum.
Það getur samt verið skemmtilegur hausverkur að skreyta svona arna þannig að þeir njóti sín vel svo ég tók nokkrar myndir af honum með misjöfnum skreytingum, það er náttúrulega engin ein sem virkar best… Eini fasti punkturinn er hreindýrið fyrir ofan hann, ef það á ekki heima fyrir ofan arinn þá veit ég ekki hvar..
Og sjáið svo á síðustu myndunum hvað hann nýtur sín betur að kvöldi til.

63394_10152701852156708_2250067232081191969_n   1520605_10152701851981708_8345350187247042717_n10153790_10152701851916708_2642549576807253591_n
10734083_10152701852106708_5436249831500868414_n  10686951_10152701852326708_2407709213297581433_n 10509604_10152701852396708_3280065301717292512_n
Og hér eru nokkrar myndir sem koma af veraldarvefnum, eins og þið sjáið má líka skreyta arna með einhverju allt öðru en kertum og luktum og jafnvel búa til sinn eigin arinn með trékassa og lukt..
1de2780e1d95e1993dc1e843ce23ce46 4db414026557157925874ca846f761b6 76f82bd49736ecffb18736df5e0667cc 85df70419e588e0d656b834b6c58714c 326b5da226423525035e86b6baca161f 9339a327651e49f65e6e6b6492fc5b3a

kv. Ester

Leave a comment to Nokkur orð um kerta-arna.

  1. Hæhæ mig langar svo að vita gastu keypt svona í Byko tilbúinn??

    • Já, þessir arnar voru reyndar aldrei uppí hillu hjá þeim en ég spurði þá hvort þeir væru með arna ( 3 ár síðan ) og þá var einmitt nýkomin sending og ég gat fengið einn sem var pantaður og ósóttur. Veit ekki hvernig þetta er hjá þeim í dag.

Leave a Reply

Your email address will not be published.