1489298_10152703994061708_5735134184535817747_n

October 23, 2014

Föndurgerð – kertastjaki.

Ég bjó til kertastjaka í kvöld, er lengi búin að horfa á String kertastjakann og ákv. að láta á það reyna hvort ég gæti búið til þannig.
Ég keypti trékúlurnar í föndurbúð og mér til mikillar ánægju var hægt að kaupa trékúlur með kertastatív líka, keypti svo málningu (en auðvitað má hann líka vera ómálaður) , leðurólar og svamp til að mála með.
154510_10152703995536708_4846238652438195914_n
Þetta var reyndar ofureinfalt, ég málaði kúlurnar…

10703862_10152703995206708_2664772866910169761_n10003071_10152703995031708_1104556024142547521_n
Raðaði þeim svo saman, skipir í raun ekki máli hvernig heldur bara eins og smekkur hvers og eins er og vóla…
Svo er hægt að móta hann hvernig sem maður vill.

10408510_10152703994621708_5608556583897342398_n 10620775_10152703994226708_3736588347065565766_n 10421342_10152703993896708_9156993549454990869_n
Svo merki ég kertin bara um jólin og skreyti aðeins í kring og þá er ég komin með aðventukrans. Eins og þið sjáið þá gerist það ekki einfaldara.
kv. Ester

Leave a comment to Föndurgerð – kertastjaki.

 1. Sæl
  Þetta er rosa flott. Mig langar að forvitnast um í hvaða búð þú keyptir kúlurnar?

  kv.
  Ólöf

 2. Vá, en skemmtilegt og flott! Afar vel heppnað! :-)

 3. flottur :) hvað ertu með í kúlunni meðan þú málar hana?

  • Heyrðu, ég notaði bara flísatöng á stærri kúlurnar og tannstöngla á þær minni ;) Maður verður bara að bjarga sér með það sem til er..
   En svo er þessi málning alveg mjööög fljót að þorna.
   kv. Ester

 4. Þetta er mjög flott

 5. Sæl, hver er efniskostnaðurinn í svona kertastjaka?

  • Sæl Hugborg.
   Stóru kúlurnar með kertastatívinu kosta 999 kr ( 2 í pk. )það er mesti kostnaðurinn, minni kúlurnar er hægt að fá margar saman í mismunandi stærðum.
   Ætli það kosti ekki ca. 3000 kr. að gera einn stjaka.
   kv. Ester

 6. Takk fyrir svarið. Stjakinn kemur mjög vel út hjá þér :)

 7. Verður maður að hafa samband og panta stóru kúlurnar ?
  og hvaða stærð ertu svo að nota á milli ?

  • Ég var í A4 og spurði um kúlurnar og þá var mér sagt að ég gæti pantað þær svo ég gerði það. Minni kúlurnar voru bara í hillunum, hægt að kaupa mismunandi stærðir í pokum.
   kv. Ester

 8. Hvernig reddaðirðu endunum? Rosa flott :)

 9. Keyptiru poka af kúlum á milli… eða bara keyptiru stakar?
  Hvaða stærðir eru á milli?
  Hvar fékkstu leðurbandið?
  Rosa flott

  • Takk fyrir, já ég keypti poka af kúlum til að hafa á milli, það eru/voru til pokar með blönduðum stærðum og ég notaði allar nema þessar allra minnstu því þær komust ekki uppá bandið.
   Leðurbandið er frá Sösterne Grene.

 10. Hvað notaðiru svarta leðurbandið í, er ekki hvíta bandið notað til að þræða uppá?

  • Jú, ég var nefnilega ekki búin að ákv. hvort ég ætti að nota svart eða hvítt svo ég keypti bæði ;)
   Svo má alltaf breyta, set kannski bara rautt band í hann um jólin :)

 11. æi sprry hvað er bandið 2 mm?
  er það beis á lit ?
  Takk kærlega fyrir upplýsingarnar

  • Já það er allavega mjög ljóst, næstum hvítt. Ég veit ekki hvað það er þykkt því ég er búin að henda pakkningunni en það er of þykkt fyrir allra minnstu kúlurnar svo ég gat ekki notað þær. Keypti bandið í Sösterne.

 12. Er hann ekkert valtur? Eða er hann fastur svona í sveig ? Þ.e. fer hann auðveldlega svona í beina línu og er hann þá ekki valtur þegar það eru komin svona há kerti í hann? :)

  • Hann er ekki fastur svona, það er hægt að móta hann allavega og þessvegna í beina línu. Ég þræði kúlurnar uppá leðurband. Jú hann er kannski örlítið valtur þegar maður er að hreyfa hann en hann fer ekkert ef hann er látinn vera :) kv. Ester

Leave a Reply

Your email address will not be published.