mynd 2

October 24, 2014

Náttborðspælingar og DIY

Nú erum við búin að búa í Noregi í rúma tvo mánuði.. Síðan við fluttum höfum við lagt mestu áhersluna á að gera stofuna og borðstofuna fína því það eru jú þau herbergi sem flestir kíkja inn í. Vegna þess hefur svefnherbergið okkar orðið frekar útundan og tómt. Ég var mikið búin að pæla hvernig náttborð við ættum að kaupa en fann engin ódýr sem hentuðu.. Þegar ég fór að safna saman myndum í svefnherbergjaalbúmið hér á síðunni fékk ég nokkrar hugmyndir af ódýrum og einföldum náttborðum:

1959845_529592183820528_577951764_n

Gamall stóll sem náttborð. Góð lausn ef þú átt gamla stóla inní geymslu og kemur ótrúlega vel út.
10609474_618010974978648_9072837894949012320_n

Einfalt, ódýrt og ótrúlega flott

Kollar! Þetta finnst mér frábær hugmynd, mjög einföld og ég skil ekki hvers vegna  mér datt þetta ekki fyrr í hug.

Og þá að einfalda DIY verkefni mínu:

frosta-krakk__20345_PE105506_S4

Ég keypti tvo svona kolla í IKEA, kosta 1150kr stykkið og málaði sætin á þeim með Lady akrýlllakki (80 % glans). Ég hefði alveg viljað mála þau í pastel lit en ákvað að hafa þau hvít þar sem ég átti hana til.

mynd 1 mynd 2

Ódýrt, einfalt og gerir sitt gagn!

10743314_10152882227498060_1261136457_n (1)

Kv. Kristjana Diljá

Leave a Reply

Your email address will not be published.