10380911_10152711210406708_9107622128250321887_n

October 27, 2014

Lampa og kertastjakagerð DIY.

Mánudagsmorgun og Esjan sem er beint á móti mér þegar ég horfi út um gluggann er alklædd hvítu, pínu hrollur í mér en ég hlýja mér á tánum á henni Pöndu minni sem liggur undir borðinu sem ég skrifa við, við bloggum alltaf saman ég og hún… aðallega ég samt þar sem hún er hundur. Ég er búin að kveikja á kertum og kaffið er komið í bollann svo það er ekki eftir neinu að bíða.
Ég ætlaði einmitt að segja ykkur meira frá kertastjakagerð. Ég bjó til kertastjaka úr trékúlum um daginn sem má sjá skref fyrir skref í öðru bloggi og örugglega flestir búnir að kíkja á en í fyrra bjuggum við hjónin til kertastjaka úr efni sem kostaði okkur ekki neitt. Aha..
Ég er nefnilega svo heppin að það eru nokkur stór tré í garðinum mínum. Ég er reyndar mjög hrifin af trjám og eyði öllum dögum sumarsins úti að gróðursetja þau og hugsa um þau en það var eitt tré þarna sem bara varð að fara…
Ég fletti upp nokkrum góðum hugmyndum og sá strax að ég vildi svona kertastjaka, ég elska kerti næstum eins mikið og tré svo þetta lá fyrir..
484303_366827143430367_764128587_n
Einfaldara gerist það ekki, þú sagar niður trjágrein, setur þér engin mörk heldur leyfir hugmyndafluginu að njóta sín og kaupir þér svo Sponsbor og borar fyrir sprittkertinu.
Hér eru nokkrar hugmyndir..
269338_365132540266494_931762908_n166758_363887930390955_1357168982_n

Og svona lítur Sponsbor út.. stærðin fer auðvitað eftir því hvernig kerti þú ætlar að nota.
544304_364606106985804_1038746862_n
Þegar ég sá hvað þetta var auðvelt og framleiðslan var komin á flug hjá okkur þá datt okkur í hug að gera lampa líka.. hér eru nokkrar hugmyndir af lömpum sem þið getið útbúið sjálf..
599220_363941540385594_1092652328_n485949_363888150390933_782467984_n
598886_363888087057606_519016989_n480121_363888113724270_1689809007_n
Perustæðið er hægt að fá í öllum raftækjaverslunum, fótinn jafnvel líka.
Og svona líta kertastjakarnir út hjá okkur..
10419037_10152711162801708_3456762587853676019_n11000_10152711162631708_8786901088853603651_n10641161_10152711162611708_4172931126952039928_n
Ég lakkaði reyndar yfir þá með glæru lakki en það er algjörlega ónauðsynlegt.
Svo bjuggum við til nokkra lampa líka en ég var svo fljót að gefa þá frá mér að ég er bara með mynd af einum í augnablikinu..
10606196_10152711162551708_6121414311094140367_n10421212_10152711162751708_6474342443607702603_n
Allir út í garð..
Kveðja úr Kjósinni, Ester.

Leave a comment to Lampa og kertastjakagerð DIY.

  1. Frábærar hugmyndir og virðast einfaldar þegar maður fær svona góðar skýringar. Takk takk :)

Leave a Reply

Your email address will not be published.