64735_10152719828571708_1751338483955794707_n

October 31, 2014

Settu parket á veggina …

Ég má til með að deila þeirri snilld með ykkur að setja parket á veggi. Fyrir tveimur árum þegar við vorum að byggja við húsið okkar í Kjósinni var ég viss um að vilja eitthvað öðruvísi á einn vegginn í sjónvarpsholinu, þennan sem sjónvarpið átti að vera á.. Eftir miklar pælingar og endalausa leit af hugmyndum á veraldarvefnum ákvað ég á það yrði parket. Ég hafði samt aldrei séð parket á vegg hjá neinum áður og hafði einhverja þörf fyrir að vera öðruvísi.
Ég vildi hafa það ljóst og helst sem næst því að vera eins og parketið sem átti að vera á gólfinu en það átti að vera ljóst eikarparket.
Við hjónin fórum í Bauhaus, við verslum mikið þar því það er sú búð sem er næst okkur. Við fundum mikið af parketi sem kom til greina en eitt af því sem hafði alls ekki komið til greina í byrjun vakti athygli okkar. Manninum mínum fannst það hrikalega flott og eftir því sem ég horfði meira á það, höfðaði það meira til mín þó það væri langt frá því að vera það sem ég fór til að kaupa, það hreinlega kallaði á okkur þarna í restina og auðvitað þurftum við að taka það með okkur heim.
Stundum eru skyndihugmyndirnar bestar.
Hér eru nokkrar myndir sem ég fann á netinu til að sýna ykkur hvernig parket á vegg getur komið út..
10440711_10152719828631708_3605338830959420466_n 10593234_10152719828456708_5537902372067678287_n 10420414_10152719828361708_7546300591426423563_n
Við enduðum á að koma út með parket sem var langt frá því sem við ætluðum að kaupa en við vorum með ótúlega góða tilfinnigu gagnvart því.
Og svo byrjaði vinnan.. þar sem húsið var nýbyggt þurfti fyrst að klæða veggina, grunna spónaplöturnar og setja parketið á gólfið sem við keyptum hjá Birgisson.

1472020_10152719817161708_5668025330473850284_n10676321_10152719816866708_8949946634116628835_n
Svo byrjuðum við, þetta er ótrúlega auðvelt og einfalt og tekur ekki langan tíma… Og þarna sjáið þið parketið sem við enduðum á að kaupa..

1233973_10152719817261708_6994336079462412428_n1900180_10152719816801708_2895586997928612410_n
og vóla… svona er endanlega útkoma þegar skáparnir eru komnir upp..
Svo heppilega vill til að það passar bara vel við gólfið og svo erum við með púða og teppi í stíl við það í sófanum. Við urðum svo hrifin af þessu  “parket á vegg ” dæmi að síðan þá höfum við klætt heilt gestabaðherbergi með parketi og stefnum á að nota parket meira í húsinu okkar. Þetta er algjör snilld, fallegt, auðvelt að þrífa, þarf ekkert að hugsa um og einfalt að leggja… akkúrat það sem ég er hrifnust af  ;)

10606184_10152719816646708_7633021841849745421_n10599250_10152719815751708_4212597562900486939_n10476385_10152719816196708_2562057135544658596_n
10402718_10152719816421708_8407659086430366905_nog svo nokkrar myndir í viðbót af veraldarvefnum svo þið sjáið hvað er í boði.
10347569_10152719828811708_7382233209659100357_n1897926_10152719828696708_6621148973912041941_n64735_10152719828571708_1751338483955794707_n7094_10152719828761708_5994379483378984159_n
Knús úr Kjósinni, Ester.

Leave a comment to Settu parket á veggina …

  1. Æðislegt ,,og nákvæmlega eins og ég er með á einum vegg í holinum hjá mér ;)

  2. Hæ hæ, ég var einmitt með mjög svipað þar sem ég bjó á Akureyri :-) En er skápurinn undir TV hjá þér úr Ikea?

  3. Ætla einmitt að gera þetta í íbúð sem ég er að fara að kaupa. Set þetta á tvo veggi í stofunni og jafnvel sem rúmgafl í svefnherberginu líka :)

Leave a Reply

Your email address will not be published.