mmmm

November 5, 2014

Jólavörur

Fyrst nóvember er runninn upp þá ætlum við að leyfa okkur að fara að fjalla meira og meira um jólavörur, DIY jólaskraut og allt hitt sem tengist þessum tíma árs. Ég rakst á jólavörurnar hjá Ilvu á facebook síðu þeirra fyrir helgi. Þá var aðeins komið örlítið brot af vörum inn og ég get ekki sagt annað en ég hafi hlakkað til að sjá meira.
Hér eru fyrstu tvær myndirnar sem þeir settu inn:

10713012_890400357639741_1330209562583193314_n 10556506_890016044344839_3704403449327066790_n

 

Þessi blái litur er ótrúlega flottur hjá þeim og kemur vel út með hlýjum og náttúrulegum brúnum litum.

Ég tók saman nokkra hluti úr jólalínunni þeirra sem höfða vel til mín:

large_69100148large_69100183large_69100202 large_69100274large_69100206 large_69100263large_69100178large_69100292large_69100332 large_72001190large_69100186 large_69100329 large_69100339large_940004303large_940003452

 large_940003635      large_940004311      large_940004326

Ég er alveg að fýla þetta náttúrulega lúkk í bland við kopar og glans! Sé fyrir mér fallega bakka með hreindýrunum, jólakúlum og origami skrauti, nú eða bara ofan á kertaarninum sem er svo vinsæll núna.

Ég fæ loksins heimsókn í næstu viku þannig það er spurning hvort ég fái ekki að troða smá jóladóti með í töskuna á leiðinni út?
Miðað við jólabæklinginn þeirra sem ég sá á facebook síðunni þeirra þá er mun meira til í búðinni hjá þeim heldur en það sem er komið inn í vefverslunina. Þið getið skoðað jólavörurnar þeirra inná heimasíðunni þeirra www.ilva.is undir jólavörur.

Var líka að sjá að það er opið til 22 hjá þeim í kvöld og 20% afsláttur!

Gleðileg jólavöruinnkaup.

Kv. Kristjana Diljá

Leave a Reply

Your email address will not be published.