10676121_10152729854986708_206013490578374588_n

November 5, 2014

Set myndir á kerti..

Í fyrra setti ég í fyrsta skipti mynd á kerti, gerði nokkur og stefni á að gera fleiri á næstunni. Þetta er auðvelt og skemmtilegt en ég verð þó að viðurkenna að ég tók ekki mynd af fyrsta kertinu sem ég gerði, ég þurfti pínulítið að æfa mig. En þetta er eins og með allt, æfingin skapar meistarann.
Ég kveiki mikið á kertum og þess vegna varð ég að læra þetta því það er hægt að hanna í raun hvernig kerti sem er, hvort sem maður er hrifinn af dýramyndum, englum, húsum eða bílum.. þú velur bara akkúrat þá mynd sem þú vilt hafa á þínu kerti eða teiknar hana sjálf/ur.
Og núna ætla ég að segja ykkur og sýna skref fyrir skref hvernig ég geri..

Fyrir það fyrsta þá nota ég alltaf teikniblokkarpappír, ég veit að það er líka hægt að fá þar til gerðann kertapappír en ég hef aldrei prófað hann og ekki heyrt mælt neitt sérstaklega með honum. Teikniblokkarpappírinn er aðeins þykkari en venjulegur og það er auðvelt að vinna með hann..
10615497_10152729854631708_4229163654253785128_n
Svo er það kertið, ég hef bara notað kertin frá Ikea svo ég get bara talað um þau, ég hef brennt nokkur og þau brenna beint niður og henta vel í þetta.. Ég kaupi tvær stærðir 20 cm og 25 cm en finnst skemmtilega að vinna með þessi minni því myndin passar akkúrat á þau, á stærra kertinu þarf að föndra eitthvað neðan á það til að hylja allt kertið. Ég nota oftast snæri, band eða borða..jafnvel glimmer. Og svo er það límið, ég hef líka bara notað eina tegund af lími, ég veit hreinlega ekki hvort það eru til fleiri en þetta er eldtefjandi lím, sérstaklega gert fyrir kerti ( fékk það í Föndru Dalvegi ) og svo verð ég að segja ykkur frá kertapennanum, hann heitir Pic Tixx og með honum er hægt að skrifa á kerti og stafirnir verða upphleyptir.. En aftur að myndunum.

984250_10152729854936708_1849172247541238158_n10678703_10152729854586708_7368817614970148562_n1560551_10152729854546708_8679605277010997691_n
Svo þarf að prenta út myndir, þú getur notað hvaða prentara sem er en myndir úr lazer prentara eru alltaf fallegri, ég á þó ekki þannig prentara svo ég notast við venjulegan.
Myndirnar sjálfar gúggla ég á netinu og þegar ég gúggla þá skrifa ég Wallpaper með, þá koma myndirnar oftar í stærri uppfærslum og henta betur á kertið því ekki viljum við hafa hvítan ramma í kring. Ég prenta semsagt alltaf myndirnar þannig að þær nái út í öll horn á blaðinu. Svo byrjum við… ég máta myndina á kertið og klippi aðeins af því, við viljum samt að blaðið/myndin nái saman aftan á kertinu, ca. 1 cm.
10702094_10152729854486708_5712150036468643106_n1622768_10152729854346708_8219784951339087596_n
svo mála ég líminu á kertið með svamppensli, fyrst fer ég eina umferð og læt það þorna og svo fer ég aðra umferð og set myndina á um leið, þú hefur ekki mikinn tíma svo þú þarf að vera búin að velja mynd og máta til. Í samskeytunum aftan á kertinu set ég svolítið vel af lími upp á blaðið og svo það sem kemur á móti yfir og held við það á meðan það er að þorna. Ég set aldrei lím yfir alla myndina en ég hef heyrt að það sé hægt að gera það og þá sérstaklega þegar þú notar layzer prentara. Það er samt óþarfi þegar þú setur tvöfalt lag af lími á kertið.
10430458_10152729854411708_3800742540236704199_n
Þegar myndin er komin á má skreyta kertið að neðan ef það er stórt td. með snæri eða borða, við látum kertið hvort eð er aldrei brenna svona langt niður.
Ef þú vilt hafa blaðið brennt eins og myndin hér að neðan sýnir verður þú að gera það áður en þú setur myndina á kertið, ég brenni þetta bara með kveikjara og er yfir eldhúsvaskinum á meðan ég geri það.
532891_10152729854696708_2534809509521042993_n
Svo getur þú pakkað kertunum inn í sellófan ef þau eiga að vera gjöf.. nú eða bara komið þeim fyrir á fallegum stað heima hjá þér og átt þau sjálf/ur, passaðu samt að fara aldrei frá því logandi. Það er gott að venja sig bara á það að yfirgefa aldrei herbergið sem logandi kerti er í, þetta er jú eldur og það er aldrei of varlega farið.
Til að kertið brenni rétt niður er best að hafa kveikt á því í allavega klukkutíma eða meira í fyrsta skiptið. Svo er bara að njóta, þetta er hrikalega flott á kvöldin þegar kertið hefur brunnið svolítið niður og ljósið kemur í gegnum myndina..
Hér eru nokkur kerti sem ég hef gert..
10388567_10152729854891708_729535813913713620_n 10403423_10152729854816708_5695157753840914852_n 10403535_10152729854761708_6429608429621276854_n 10409574_10152729854191708_3245664854711143553_n 10710583_10152729855256708_5376667239916019797_n 10801751_10152729854236708_8178554258019250631_n

og nokkrar myndir í viðbót sem ég var búin að setja inná Instagram..
983804_10152729855121708_9150870757761038911_n 10262089_10152729855201708_4936249891646667972_n 10609464_10152729855161708_8300070650995244312_n 10632606_10152729855086708_4010480988332953186_n 10676121_10152729854986708_206013490578374588_n
Á facebook síðu Allt sem gerir hús að heimili má nálgast flestar þessar myndir og fl. til að prenta út.
Og gangi ykkur vel, kveðja Ester.

Leave a comment to Set myndir á kerti..

  1. Skemmtilegar á kertum. Allt hægt

  2. Sæl hvernig stillir þú myndina þannig að hún prentist á allt blaðið?

    • Sæl. Það er bara stillingaratriði á hverjum prentara fyrir sig. Oft þarf bara að haka við einhversstaðar.

      Kv. Ester

  3. Finn hvergi myndirnar

Leave a Reply

Your email address will not be published.