10391379_10152732846176708_152104226758006676_n

November 6, 2014

Jólalegur eldhúsgluggi

Í gær setti ég inná facebook síðuna mynd af gluggaskreytingu sem vakti skemmtilega mikla athygli, ég var auðvitað hrifin af henni sjálf og ákvað að herma… Maður fær jú bestu hugmyndirnar við að sjá þær hjá öðrum.
Reyndar er þetta langt frá því að vera eins og á myndinni á facebook en ég ætla að sýna ykkur hvað ég gerði.
Ég fór í Blómaval/Húsasmiðjuna Grafarholti, sú búð er næst mér og ég reyni að fara ekki mjög langt að heiman þegar ég fer í bæjarferðir.
Það var margt þar sem gladdi augað.. jafnvel bæði augun, ég tók auðvitað myndir…

10801913_10152732743676708_6071501707602091079_n10670141_10152732746096708_2412542285479710344_n10517544_10152732744346708_2003769746783254182_n
10454295_10152732747406708_5739832589796977852_n10431570_10152732749236708_7858672095711667666_n10387542_10152732741936708_9037371699208579705_n
10346200_10152732741101708_1366315764894192150_n1779852_10152732743106708_263941527196651139_n997087_10152732748921708_8390806545465690458_n
Svo keypti ég mér krullutré ( Nornakvistur heitir það )til að hafa í eldhúsglugganum og nokkrar fígúrur og seríu til að hengja á það..
Hér er krullutréið svo þið vitið hvernig það lítur út..
10305505_10152732844721708_8626728866834399349_n
Hún Panda mín sýndi því mikinn áhuga enda hafði hún ekki séð svona áður frekar en ég, ég tek það fram að það getur vel verið að þetta sé ekki fallegt krullutré, það voru bara til nokkrar greinar og ég valdi eina. Hún kemur til með að gera sitt gagn.
Svo keypti ég smá dúllerí ..  Sjáið þessa sætu bamba.
10702229_10152732844121708_773160167615492799_n
Jæja, svo keypti ég litla króka til að festa í loftið og snúru til að hengja stöngina í, þegar ég var búin að koma þessu fyrir tók ég mynd…
10635770_10152732844246708_1796788798737785465_n
og svo var bara það skemmtilega eftir, að skreyta greinina..
Það kom reyndar upp örlítið vandamál því serían sem ég keypti gengur fyrir batteríum og það var ekkert sérlega fallegt að láta batteríshylkið hanga þarna niður svo ég bjó til jólapakka úr því, heppin ég að vera búin að kaupa jólapappír.
10687164_10152732844326708_8112129194920032561_n
Og svo var þetta bara tilbúið, best að sýni ykkur samt gluggann fyrst tómann.
1426724_10152732844521708_4309747697133797678_n
Jólin fara honum bara býsna vel…
10801491_10152732845201708_8298368952450204921_n10624877_10152732845571708_4433506150134763645_n10616720_10152732845096708_6523300499222274837_n
10429321_10152732845651708_376518769879809034_n10409235_10152732844841708_4928082021787050451_n1653569_10152732845396708_8792737398141985151_n
10391379_10152732846176708_152104226758006676_n

934858_10152732845971708_5007770457967138284_n11395_10152732845486708_8405957433008641594_n
Jólaskreyting eldhússins er komin upp :) kveðja úr Kjósinni, Ester.

Leave a comment to Jólalegur eldhúsgluggi

 1. Sæl,
  bara svona af því að það stakk mig nafnið á greininni (hef aldrei heyrt þetta áður) þá heitir þessi runni Nornakvistur.
  Með bestu kveðju,
  Barbara

  • Kærar þakkir fyrir að segja mér frá því, verð að viðurkenna að ég hafði bara ekki hugmynd um það.
   Nú veit ég betur, takk takk. Kv. Ester

Leave a Reply

Your email address will not be published.