e0b89fb3e785506a6fe396fbdf1d20d5

November 9, 2014

Mottublogg – DIY

Ég hreinlega dýrka mottur, sérstaklega á veturnar og aðalega í stofunni því þar er ég ekki með gólfhita … Mottur gera líka heilmikið fyrir heimilið, öll heimili og öll herbergi og fjölbreytileiki þeirra er ótakmarkaður og litadýriðin endalaus en mottur eru yfirleitt ekki mjög ódýrar og þess vegna ákvað ég að finna nokkrar myndir sem gefa ykkur hugmyndir um hvernig þið getið búið til mottu.. ( og nú svitnaði einhver ) en þú þarft ekki einu sinni að kunna að hekla og ekki heldur sauma, þó það hjálpi reyndar í sumum tilfellum en nú ætla ég að sýna ykkur..
Fyrir það fyrsta þá getið þið heklað mottu með svakalega þykku garni, ef þið kunnið ekki að hekla og/eða vantar uppskrift þá hjálpar YouTube mér alltaf.

9ab1548ee1b267db041184e2e05876a3
Önnur hugmynd fyrir þá sem kunna að hekla er að hekla úr efni.. þá verður mottan þykkari og stærri.
8d89780d6958e1449dcdaed3b4c685a5
Og ef þú treystir þér ekki í að læra að hekla má alltaf flétta…
9d644ba2d5ef55c851ec4a88c5e3c88a
Og þú getur klippt niður gamla bómullarboli eða jafnvel sængurver og lök sem eru ekki lengur í notkun og fléttað þér mottu..

9d6d5bb166c7539de36580135fcc84b5
Ef þú fléttar þarftu að sauma flétturnar saman með stórri nál og tvinna..

c20d169fe4f2ab5549cc1447e04157b6
Hér eru nokkrar myndir af fléttuðum mottum.

bc705829756e8df7c83b8708ebf9cf3505f5d72ace5ee54774990e2c36da7fd00e2abd0e9ab4af53b7b5508a25bfb156
Svo er önnur hugmynd til en það er að kaupa margar litlar mottur og sauma þær saman, þú getur notað tvær, þrjár eða tíu.. allt eftir því hvað þú vilt fá stóra mottu.
f7992cc1ffc33105cc0a956d6e489d2e272dcd4ea7ebeef0dace648854c5fb192f305a576e377bbfbf684a8c44ef2d9d
Heildarútlitið yrði þá ca svona…
986a0f3a35a13bfba26f4edff01ae14748f3fa52b21b28eafb6a1092abe04aaa
Ertu ennþá að bíða eftir hugmynd þar sem þú þarft hvorki að sauma né hekla ? Hér kemur hún, þú kaupir þér svona striga með stórum götum eða jafnvel gúmmímottu ( undirlag ) með götum.. eða bara eitthvað með svona götum og klippir niður efni, annað hvort keypt eða þú getur líka notað gamla boli, lök, sængurver, handklæði eða hvað sem er og gerir þetta svona…
53242534678fbcdf5d6426d6010ba30a6b3fd27d1f63b425f441138bfb7d2fd6
Og lokaútlitið yrði þá eitthvað líkt þessu…
412332850ed9f34661ae37e5f553b33e1e1964cba6927cd2972da69ab268b41d
Nú ef þið vantar bara alls ekki mottu má auðvitað búa sér til gólfpúða úr mottunum sem hægt er að sitja á fyrir framan sjónvarpið.
Camera 360
Bestu kveðjur, Ester.

Leave a comment to Mottublogg – DIY

  1. Skemmtilegur póstur hjá þér og fullt af skemmtilegum hugmyndum :)

    Svona mottur minna mig alltaf á afa minn sem sat alltaf við eldhúsborðið hjá sér og saumaði kringlóttar mottur úr fléttuðum baggaböndum, bláum og gulum :)

Leave a Reply

Your email address will not be published.