10754961_10153340363549251_758137407_n

November 11, 2014

Fallegt heimili á Suðurnesjunum.

Tinna Guðbjörnsdóttir býr á Suðurnesjunum ásamt manni sínum og syni. Þau eru miklir aðdáendur Ikea eins og margir aðrir íslendingar og hafa byggt sér upp fallegt heimili með Ikea húsgögnum.
Tinna hefur líka verið dugleg að skreyta og breyta og hér sýnir hún okkur og segir örlítið frá því sem hún hefur verið að gera og við gefum Tinnu orðið ..

Ikea RIBBA myndahillan er hér notuð í eldhúsinu sem kertahilla. Og til þess að brjóta upp rýmið og vera öðruvísi voru keyptir límmiðar í Ikea og skellt á annan vegginn og kemur það svona skemmtilega út. Svo var bara eftir að fá sér dúk á borðið í stíl.
10811468_10153340363574251_1636049268_n10748832_10153340363529251_1288816578_n
Hérna eru þessar frægu myndahillur notaðar í sínu rétta hlutverki á þessum vegg og svo er smá texti til að hafa það svolítið kósý og fiðrildin sem ég bjó til sjálf úr Kartoni. Fiðrildin eru svo leidd í gegnum stofuna, borðstofuna og sjónvarpsholið.
10805216_10153340363569251_1119794212_n10754961_10153340363549251_758137407_n
Og áfram notum við vörur úr Ikea en þessir myndarammar eru komnir þaðan og notuðum við þá svarta og hvita og útkoman verður svona skemmtileg.. Svo fá fiðrildin að fljúga í gegnum myndirnar.

10807837_10153340363584251_1132679250_n
Hér höfum við svo krítartöflu sem er máluð á vegginn og við smíðuðum ramma í kringum. Taflan er rosalega vinsæl hjá krökkunum og ég mæli hiklaust með henni.
Fyrir ofan eru svo tvær greinar festar saman í loftið til að skilja betur af stofuna og sjónvarpsholið, ég lími svo trjákurl á greinarnar, allt efni í þetta kemur einmitt líka úr uppáhaldsbúðinni.

10754984_10153340363649251_1671871676_n

Svo gerði ég þessi kerti í fyrra en skrautið í kring er úr Ikea.

10743248_10153340363749251_425234126_n
Allt á þessari mynd kemur frá Ikea nema lampinn og myndin sem var máluð fyrir okkur.  Kransinn á borðstofuborðinu er heimagerður úr efni frá Ikea.
10744940_10153340363644251_1046217769_n10805160_10153340363949251_1905620844_n
Hérna er svo hurðin inn í forstofuna en þar höfum við límt límmiða með texta og þessi æðislegi lampi úr Ikea.
10811269_10153340363964251_309607135_n
Herbergið hjá stráknum okkar er litríkt eins og sést, hér er siðaðsta útfærslan af Ribba hillunum notuð sem bókahillur. Hillurnar eru settar upp í hans hæð svo hann hafi góðan aðgang af bókunum.
10805301_10153340364064251_1778363642_n

Við sækjumst eftir því að ná sem mestum náttúrulegum blæ á heimilið. Og hefur Ikea verið með vörur sem hafa hentað rosalega vel fyrir okkur.

Og að lokum …

Þá hef ég að sjálfsögðu prófað að taka þátt í nýjasta trendinu að mála rúður með ab mjólk og látið karlinn smíða kerta arinn eftir mínum hugmyndum. Þannig að það er bara eftir að föndra hin fræga kúlukertastjaka.

kv. Tinna.

Við þökkum Tinnu kærlega fyrir að leyfa okkur að sjá heimilið sitt.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.