Ég ætla að byrja á að afsaka bloggleysið síðustu daga en mamma kom í heimsókn til mín hingað til Noregs og við höfðum voða lítinn tíma til að vinna í síðunni á meðan. En að pósti dagsins..
Þegar við vorum nýflutt rákumst við á þessa týpísku Expedit hillu á nokkurskonar bland.is síðu Noregs og þar sem íbúðin okkar var voða tóm ákváðum við að kaupa hana á klink verði. Síðan þá hef ég verið að vandræðast með hana.. Fyrst stóð hún ein og sér inní borðstofu, sem var ekki alveg að gera sig og núna nýverið byrjaði ég að nota hana sem sjónvarpshillu.
Hillan er eins og þessi nema með 5 hólfum en ekki 4 (mér sýnist hún ekki vera til lengur hjá Ikea en eflaust margir sem eiga svona)
Ég keypti 4 fætur í Ikea, bara þá ódýrustu sem voru til (kostuðu um 1000kr fjórir saman) og spreyjaði þá með koparspreyinu sem ég er búin að labba með um íbúðina í leit að einhverju til að breyta..
Síðan kom mamma með marmarafilmu úr Bauhaus með þegar hún kom í heimsókn og hér er útkoman:
Við byrjuðum á að setja filmuna ofan á efstu plötuna og niður fyrir framan á og skárum filmuna svo til með dúkahníf og bættum á kantana..
Í sparnaðarskyni keyptum við þennan til að byrja með undir sjónvarpið, hann kostaði innan við 2000kr og leit vel út í Ikea, en varð hálf aumingjalegur þegar sjónvarpið var komið ofan á haha..
Kallax/Expedit hillan fær að vera undir sjónvarpinu þangað til við flytjum næst. Einföld lausn sem kostaði innan við 4 þúsund kall (og það með hillunni sjálfri!)
Nú er ég á fullu að leita af hugmyndum hvernig ég gæti notað Lack sjónvarpsstandinn, ætli hann endi ekki fyrir skó?
Og lokaútkoman:
Svo festi ég snúrurnar meðfram hillunni aftan á svo þær sjáist ekki.
Eigið gott kvöld! Og fylgist líka með okkur á facebook :D
Kristjana Diljá
January 19, 2015 at 08:48
Þetta finnst mér mjög flott hugmynd