10476239_10152844484577243_827599073_n

November 26, 2014

Aðventuskreytingar DIY

Nokkrir dagar í aðventuna og ég er búin að flakka um netið og sjá ykkur gera svo ofsalega fallegar og sniðugar aðventuskreytingar. Aðventukransar í dag geta verið eins misjafnir og þeir eru margir og fjölbreytileiki heimatilbúna kransa og skreytinga er dásamlegur. Ég er búin að skoða svo margar myndir af skreytingum undanfarið að ég er farin að dreyma þær á nóttunni.
Það er svo auðvelt og skemmtilegt að búa til aðventuskreytingu og það þarf alls ekki að vera flókið eða taka mikinn tíma. Fjórar krukkur, fjögur kerti og smá jólaskraut gæti jafnvel dugað.
Ég bjó til tvær mismunandi skreytingar í dag og ætla að sýna ykkur myndir af skreytingagerðinni skref fyrir skref.
Byrjaði á að kaupa kubbakerti og í þetta skipti keypti ég kertablöð með mynd og texta, venjulega prenta ég myndirnar á kertin út sjálf en langaði í akkúrat þessar myndir þegar ég sá þær í Föndru.
Klippti svo blöðin í rétta stærð og brenndi brúnina á þeim. Það geri ég bara með kveikjara og slekk svo í með litlu handklæði með því að strjúka yfir blaðið ( betra að vera við vaskinn samt ef allt fer á versta veg ). Auðvitað ómaði jólatónlistin með þessu föndri, algjörlega nauðsynleg.

10808277_10152844484267243_101247825_n10833856_10152844483592243_1737816763_n

Svo notaði ég kertalímið og fór tvær umferðir yfir kertin og setti blöðin á.

10818807_10152844484052243_1757016915_n10811631_10152844484412243_1125098224_n
Og af því að það eru jól þá má alveg nota smá glimmer..

10818590_10152844484767243_1087814291_n10815652_10152844483697243_605586419_n
Glimmerinn kominn á og kertin tilbúin, svo er bara að raða þeim upp.

10833586_10152844484547243_1309806011_n
10822191_10152844484822243_686785374_n961128_10152844483762243_1025346158_n
10833772_10152844485092243_358657067_n10818626_10152844484477243_391258272_n
10476239_10152844484577243_827599073_n
Svo má gera þetta enn einfaldara, ég átti sultukrukkur, sprittkerti og númerin keypti ég í Ikea.

10647624_10152844485127243_1709082087_n10818922_10152844484542243_1067220956_n
Og svo raða ég þeim upp líka..

10818858_10152844483727243_843068099_n10804931_10152844483777243_1874857799_n

Eða svona..

10822237_10152844485162243_1294676879_n10811560_10152844483722243_707660420_n

Gerist ekki einfaldara.

10811659_10152844483772243_978767207_n
Svo eru hérna nokkrar skreytingar sem mig langaði að sýna ykkur af Pinterest, einfaldar og stílhreinar.
Þessi fyrsta er svipaður kertastjakanum sem ég gerði og er í öðru bloggi hér á síðunni, hér er linkur : http://alltsemgerirhusadheimili.is/?p=1346

ddbab965590aa753b6c5931bafb444fc99841b25d774ce31646759985800e159
56c4122d31452743d906b75ce2c621209d3b151603c5c47a9d47985b2e004ebf
2f7087b9d32f0fabbc8aa2f6f4c020243f0ea452d887221505eec58c7517351f
bd83b89d9a4af281ccffd24e6f043d7a
edb4f9dd5504c5fa14ecc846142f046b
0e687c700a4898fb1a79c5b88c26b85b
Ég vona að þessar myndir hafi gefið ykkur einhverjar hugmyndir, gangi ykkur vel.
ps. Fylgist líka með okkur á facebook.
Kveðja Ester.

Leave a comment to Aðventuskreytingar DIY

  1. Hvaðan eru hvítu stjakarnir með hjörtunum hangandi ?

  2. Rosalega flott hjá þér og æðislegt að fá svona hugmyndir að svo mörgu sem er ódýrt en fallegt!

  3. Geturu sent mér link af blogginu um kertastjakann sem þú gerðir sem er svipaður og á fyrstu Pinterest myndinni?

Leave a Reply

Your email address will not be published.