11218489_10153182539476708_1884894908476317221_n

May 15, 2015

Hvolpafjör og flutningar

Jæja..Hvernig lýst ykkur á að vekja bloggið aftur til lífsins? Við erum búnar að vera ótrúlega óduglegar síðustu mánuði (ég trúi varla að það sé kominn svona langur tími) en nú ætlum við að fara að koma okkur í gang aftur.
Það er búið að vera mikið í að gerast hjá okkur síðan síðast, ég er að ljúka mínu öðru ári í viðskiptafræðinni, stefni á flutninga til Belgíu í lok sumars og er á fullu að leita af íbúð þar.
Mamma er með sex vikna hvolpa heima á Íslandi, sem er ótrúlega skemmtilegt en brjáluð vinna þannig ég efast um að hún skelli í blogg næstu 2-3 vikurnar, en vonandi eftir það.
Ég ætla sjálf að halda áfram með regluleg innlit á falleg heimili víðsvegar um Evrópu, ásamt því að fjalla um fallega hönnun og eftir flutninga mun ég eflaust deila myndum frá íbúðinni okkar og því sem við erum að gera þar.
Endilega fylgist með áfram.

Ég verð að fá að láta fylgja með myndir af fallegu Pönduhvolpunum.

11011466_10153153239616708_4123731312433654648_n 11164737_10153153330576708_4630329921188833171_n 10930109_10153165573476708_6952085097374510194_n 11150519_10153183636576708_3071141382504329561_n 11265540_10153182726271708_5291277246689199376_n11053564_10153182726851708_7555930678599402871_nKveðja, Kristjana Diljá

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.