33d346daf5e4a0ec563d7e8db38acadb

May 19, 2015

Græn og falleg verönd

Þar sem sumarið er komið hér i Noregi með tilheyrandi fuglasöng, lykt af nýslegnu grasi og grillmat þá fannst mér þessi færsla passa vel við.
Mér finnst frábært hvað mörg skandinavísk heimili eru dugleg að gera veröndina sína kósý, þó hún sé ekki nema pínulítil. Þetta er heldur ekki verkefni sem þarf að vera mjög dýrt.
Við erum á fullu að leita okkur af íbúð í Gent frá september og hér eru nokkrar hugmyndir sem ég er búin að vera að pæla í fyrir veröndina (með von um að við finnum íbúð með verönd). Það skiptir svo miklu máli finnst mér að veröndin sé kósý svo maður nenni að sitja úti. Ljósasería, grænarplöntur, púðar og teppi og veröndin er orðin hyggelig.
Svo er það bara að forða inn púðum og teppum þegar það kemur rigning, nema það sé vatnshelt.

Mæli með því að þið skoðið þessar myndir og fleiri. Hversu mikið langar ykkur að setjast þarna út á hlýju sumarkvöldi?

9121d0c8b23220e8662ab6a2b81de6bc38c37fcc385baf58b7b2de2d3875c1ea 20487b5f764160d539b3bafa18c9f8c6 85ae5c21a8196f5c848deffd5c493ce9 3114131f5a1235341273a506ed0ce006a58252ec3058045ab02503c4ede9a2faac108fe5716224547b25b16704eedbd9e950c3beec00458d3bc700502eeb3046f0cfaeb885cc948ec2fcf1f2aa899354 1cb5242c372d449b343d94eb683d1423 1db3e6f48f296341d7deb42dc31dbaf9 20c54d3d6be382cccfbc0b241970c4e9

PS. Við vorum að bæta við Pinterest takka, í vinstra horninu, uppi á myndunum. Um að gera að nýta sér það!


Kristjana Diljá

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.