eca9cdf87de992b672964ef8719026d9

July 17, 2015

Mottupælingar

Ég er búin að vera að skoða mottur til þess að hafa í stofunni en get engan vegin ákveðið mig og fundið eitthvað sem setur okkur ekki á hausinn. Ég hef alltaf verið með þessa “loðnu” frá Ikea en er að pæla í einhverju allt öðru núna, aðallega einhverri frekar stórri til þess að hafa hjá sófanum og ég vil helst fá einhverja með smá munstri í sem gefur heimilinu hlýju og stíl.
Ég hef mest verið að skoða motturnar frá House Doctor og eru þessar í uppáhaldi:

115252 128031r 128033r_1house-doctor-taeppe-ad0220-60x90cmbright-contrast0

 

Þessi neðsta er algjörlega draumamottan, það er spurning hvort maður kaupi hana ekki í minni stærð bara til þess að eignast hana?
Ef þið eruð með einverjar ábendingar um hvar ég finn mottu í þessum stíl á námsmannavænu verði þá megiði endilega skilja eftir ykkur komment ;)


Kristjana Diljá

Leave a comment to Mottupælingar

  1. Ohh við erum í nákvæmlega í sömu stöðu. Alveg skelfilegt hvað mottur eru dýrar :(

    Þessi síðasta er æðisleg, hvar get ég fundið þessa — ertu með einhvern link á hana?

Leave a Reply

Your email address will not be published.