Ég er búin að vera að skoða mottur til þess að hafa í stofunni en get engan vegin ákveðið mig og fundið eitthvað sem setur okkur ekki á hausinn. Ég hef alltaf verið með þessa “loðnu” frá Ikea en er að pæla í einhverju allt öðru núna, aðallega einhverri frekar stórri til þess að hafa hjá sófanum og ég vil helst fá einhverja með smá munstri í sem gefur heimilinu hlýju og stíl.
Ég hef mest verið að skoða motturnar frá House Doctor og eru þessar í uppáhaldi:
Þessi neðsta er algjörlega draumamottan, það er spurning hvort maður kaupi hana ekki í minni stærð bara til þess að eignast hana?
Ef þið eruð með einverjar ábendingar um hvar ég finn mottu í þessum stíl á námsmannavænu verði þá megiði endilega skilja eftir ykkur komment ;)
—
Kristjana Diljá
July 17, 2015 at 12:01
Ohh við erum í nákvæmlega í sömu stöðu. Alveg skelfilegt hvað mottur eru dýrar :(
Þessi síðasta er æðisleg, hvar get ég fundið þessa — ertu með einhvern link á hana?
July 17, 2015 at 14:49
Já hún er algjör draumur!
Hún er frá House Doctor og er til hjá Room21 Í Noregi, (http://www.room21.no/no/artiklar/block-teppe.html)
Veit ekki hvort hún sé til á Íslandi en eflaust hægt að panta hana ;)
September 18, 2015 at 09:40
Ég held að hún hafi verið til í Fakó á Laugarveginum, ef ekki geta þau líklegast pantað hana