11103042_10153566410087243_951433654011703716_o

September 13, 2015

Belgía og nýja íbúðin

Netið er komið hjá okkur í Gent þannig nú get ég loksins farið að koma mér aftur í gang og sett inn nokkrar myndir af nýju íbúðinni.
Síðustu dagar eru búnir að fara í Ikea ferðir og að setja saman húsgögn en við erum einnig búin að hafa smá tíma til þess að rölta um fallegu borgina okkar. Núna er loksins að koma smá mynd á heimilið, þrátt fyrir að það vanti ennþá nokkra hluti. Sófinn sem við pöntuðum kemur eftir viku og þá fer allt að verða tilbúið.
Við erum ótrúlega ánægð með íbúðina og það er mikill munur að fá stóra glugga og ljóst parket í staðinn fyrir litlu gluggana og dökku flísarnar sem við vorum með í íbúðinni okkar í Noregi. Síðan erum við með pall og tvo garða þar sem grillpartíin verða haldin næsta sumar ;)
Ég hef þetta stutt í bili þar sem það er nóg að gera hjá okkur. Set inn fleiri myndir á næstunni.

11150435_10153566410102243_3842616803843916018_n

11103042_10153566410087243_951433654011703716_o

11207353_10153566416062243_7751026249028824048_nFengum þennan æðislega flotta gaskút með grillinu okkar..

11958159_10153566410072243_3474721529192552987_o

12006243_10153566409872243_4042665130555629636_nÉg ætla enn og aftur að reyna að halda plöntum á lífi

12002805_10153566437822243_261024043572543421_nSmáatriðin

11990443_10153566410267243_6442282645974606005_nIkea er hætt að selja 70*100 ramma.. Hvað gerir maður þá?

Fáar myndir þar sem það vantar enn nokkra hluti inn, læt þetta duga í bili.
Ég minni líka á facebook síðu Allt sem gerir hús að heimili *hér*

Leave a Reply

Your email address will not be published.