12049410_10153513828471708_3981401201917925193_n

September 26, 2015

Sólskálinn við sumarhúsið.

Ég var búin að lofa ykkur að segja frá og sýna sólskálann sem við byggðum við sumarbústaðinn í sumar.
Undanfarin sumur hafa ekki verið neitt súper hér í Kjósinni og sumarið í fyrra leið nú bara án þess að við borðuðum úti á palli og ég hreinlega nennti ekki að gera neitt fínt þar því allt fauk jafnóðum út í buskann eða ringdi niður.
Sumarið í ár var reyndar allt annað, loksins þegar að kom reyndar. Sól og hiti flesta daga og pallurinn mikið notaður, ég var samt alltaf að búast við því að sumarið yrði stutt og keypti hvorki sumarblóm né skreytti pallinn neitt að ráði.
Eftir að hafa rætt litla notkun á pallinum við manninn minn fengum við þá hugmynd að byggja bara yfir hluta af honum, þá væri hægt að kaupa sér flott útihúsgögn, skreyta eitthvað og jafnvel nota pallinn miklu meira en áður og þar að auki værum við með skjól fyrir húsgögnin, blómin í pottunum og allt fíneríið sem ég vildi hafa á pallinum yfir veturinn.
Við ákváðum strax að gera þetta hvorki flókið né dýrt.
Við héldum pallinum og skjólveggjunum eins og hann var og byrjuðum að smíða grind fyrir glerið og setja sperrur á þakið eins og þið sjáið á þessari mynd.

11224677_10153513833076708_1967224640492137687_n

Svo keyptum við plast þak svo sólin og birtan gæti nú komist í gegn og bárum hnotulitinn sem við notum á allt timbrið hjá okkur á. Við keyptum einfalt gler í gluggana og fljótlega var hægt að byrja að glerja.

12036369_10153513832886708_4639871107550812530_n

næst var það hurðin, við vildum geta opnað sólskálann mikið því það myndast gífulegur hiti í svona skjóli þegar sólin skín svo í staðinn fyrir að kaupa tvöfalda og rándýra hurð fengum við snilling til að hjálpa okkur að gera eina tvöfalda úr tveimur svalahurðum.
12049252_10153513832796708_3624251481568071625_n
Pensillinn var auðvitað alltaf á lofti.
12046956_10153513832476708_1889516401443301904_n
Til að vindurinn kæmist ekki í gegn keyptum við og klæddum með vindpappa og settum svo auka klæðningu yfir.. auðvitað var alltaf tími til að knúsa hvolpinn líka.
12032139_10153513832706708_4971650951629836636_n12037940_10153513832331708_3012134040140344507_n
Hér er verið að klæða skjólvegginn með timbri ( vindpappi undir ).
10455574_10153513832586708_5690280741333652484_n

Þetta gekk ótrúlega hratt og ég keypti húsgögn og fór að raða inn, ótrúlegur munur að raða inn í svona pláss sem maður veit að mun ekki rigna inn í.

12042606_10153513829331708_3150179577956186110_n12038565_10153513832056708_5105153347432367323_n12033051_10153513829226708_2439091058003439543_n
12032031_10153513832206708_6942475220400706917_n12046566_10153513828411708_2455709616216079910_n12036369_10153513827921708_1289857714601221258_n
Það verður að segjast eins og er að pallurinn/sólskálinn er mikið notaður núna. Athugið að hann er ekki fullkomlega vatns og vindheldur enda var það ekki ætlunin en hann gefur samt sem áður gott skjól og heldur að mestu leiti vatni svo húsgögnum og dúlleríi er óhætt. Ég var líka fljót að finna pláss fyrir kirsuberjatréið mitt.

12011166_10153513827666708_4469208675976141663_n12032931_10153513828321708_8412025047295624114_n12036946_10153513828141708_7243405013788811349_n
10417829_10153513827721708_3001566922257106577_n12036437_10153513828086708_6039811627345245280_n12065751_10153513828001708_5246908426686872083_n
12063896_10153513827841708_4806875564102627540_n12042884_10153513828966708_6948734014331358701_n12003972_10153513829041708_6399985374426217401_n
Þetta er ekkert lítið kósý í myrkri.
11953112_10153513827586708_4566863110138257289_n12036657_10153513828526708_2112710491057578979_n

Ég kem til með að setja þessar myndir líka á facebook síðuna okkar, aðeins öðruvísi að skoða þær þar.
Bestu kveðjur Ester.

Leave a comment to Sólskálinn við sumarhúsið.

  1. Þetta er svo ótrúlega fallegt og kósý hjá ykkur Ester og Maggi. Ég hlakka mikið til að koma og skoða. Sé ekki betur en þetta sé ævintýri líkast þarna inni og hönnunin/arkitektúrinn er tær snilld.

  2. Takk fyrir frábærar myndir og ennþá betri hugmyndir! Verulega flott! Þarf ekki alltaf að kosta mann formúu ?

Leave a Reply

Your email address will not be published.