12233218_10153677523957243_1467699359_n

November 9, 2015

a t h o m e

Nennan er alveg búin að vera í lágmarki hjá mér síðustu daga enda nóg að gera í skólanum og gestagangi. En ég ætla nú að fara að rífa mig í gang enda hef ég ótrúlega gaman af því að skrifa hér inná.

Nú eru tveir mánuðir frá því að við fluttum inn og fullt búið að gerast síðan þá en auðvitað ennþá nóg eftir að gera. Einhvernvegin bætist endalaust við listann yfir það hvað “vantar” og í hvert skipti sem ég stroka eitthvað út af listanum bæti ég öðru við.. Kærastanum til mikillar gleði. Núna langar mig til dæmis að fá nýtt ljós yfir borðstofuborðið, hliðarborð, gólflampa við gula stólinn í stofunni og ég gæti talið endalaust áfram. Það eru eflaust fleiri sem kannast við þetta ;)
En að öðru.. Mig langaði að sýna ykkur aðeins hvað er búið að bætast við síðustu daga.
Við erum búin að fara örugglega svona 10x í Ikea enda er það ódýrt og hentar vel þegar maður vill flott húsgögn án þess að eyða of miklu. Við höfum reynt að kaupa ódýr húsgögn enda dýrt að kaupa allt nýtt inn í heila íbúð þegar maður flytur á milli landa og getur ekki tekið húsgögn með sér. Svo verður maður bara að safna að sér fínni húsgögnum smátt og smátt.
Ég vona allavega að ég geti gefið öðrum í svipaðri stöðu hugmyndir sem kosta ekki allt of mikið.
12233040_10153677523857243_866639652_n

Ég viðurkenni það alveg að ég er Søstrene Grene fan, bæði kertastjakinn á blöðunum og myndin eru frá Søstrene.

12231113_10153677523827243_945197192_nÉg ætla að byrja á að afsaka gæðin á þessari mynd… Skrifborðsaðstaðan: Þetta er reyndar ekki borðið sem ég var búin að hugsa mér áður en við fluttum inn en þar sem ofninn er hár og örugglega 10cm breiður þá urðum við að fá borð sem náði yfir hann, nema það ætti að standa úti á miðju gólfi, sem gekk ekki. Fæturnir eru alls ekki fallegir, ef þið vitið um 90cm háa fallega fætur þá hendiði því endilega í komment, hér eða á facebook síðunni okkar ;). Við ákváðum að taka borðplötuna í viðarlit til þess að brjóta aðeins upp þennan hvíta lit sem einkennir heimilið. Hér í hornið eiga svo eftir að bætast við hillur og fleira. Núna er ég reyndar líka farin að pæla í því að fá stærri borðplötu svo það sé meira pláss..
Boxið er frá Ikea og er algjör snilld! Þetta er hugsað fyrir millistykki og síðan er líka pláss fyrir smá drasl.

12226866_10153677524117243_838727787_nEnn og aftur, borð og bolli frá Søstrene, mottan er frá H&M home


12179616_10153654591382243_293483966_n

Púðann og Ísland-ið fengum við í innflutningsgjöf frá mömmu. Bæði frá Art og text.12233218_10153677523957243_1467699359_n

Við erum búin að kaupa tappa undir stólana en það á enn eftir að setja þá undir eins og sést ;). Ótrúlegt hvað svona smáhlutir geta tekið langan tíma.

Svo fer nú að styttast í að það megi fara að setja upp smá jólaskraut. Ég keypti hvítu jólatréin í Søstrene um helgina og eru þau fyrsta “jólaskrautið” sem fer upp.
Meira seinna!


Kristjana Diljá

Leave a comment to a t h o m e

 1. Sæl og blessuð.
  Ég er nýbúin að uppgötva bloggið þitt, hef fylgst með á Face book en þetta er miiiiklu flottara :)
  Langaði bara að spyrja þig hvar þú hafir fengið hyllurnar?

  Ég er búin að googla en finn ekkert, það væri ekki verra ef þú hefðir keypt þær í Noregi – ég bý þar.

  Takk kærlega fyrir frábært blogg.

 2. Ég er að meina hillurnar sem eru á myndinni þar sem þú talar um tappana undir stólunum ;)
  Kv. Rósa

Leave a Reply

Your email address will not be published.