c0c5ccebe1604008972afc45d8ef3d55

October 8, 2014

Fyrsta bloggið

 

Munið þið eftir sjónvarpsmarkaðnum ? ” Hver kannast ekki við… ” Það er einmitt þannig sem mig langaði að byrja þennan póst en hætti við af augljósum ástæðum. Ég ætla ekki að kynna fyrir ykkur nýja hugmynd, heldur spjalla aðeins um af hverju þessi heimasíða er til.

Þessi heimasíða er búin að vera í vinnslu í nokkrar vikur en facebooksíðan www.facebook.com/alltsemgerirhusadheimili er búin að vera til síðan í mars 2012. Sú hugmynd kviknaði nú bara inni í eldhúsi þegar ég sat við tölvuna, við hjónin vorum að byggja við húsið okkar í Kjósinni og ég vafraði um netið eins og svo oft áður í leit að hugmyndum í bland við þessar ákveðnu sem ég hafði fyrir, ég vildi til dæmis hafa einn vegg í sjónvarpsholinu parketlagðann en ég hafði aldrei séð svoleiðis hjá neinum áður svo ég leitaði að myndum og safnaði þeim saman í tölvunni mini til að sýna manninum mínum þegar hann kæmi heim því hann er í því skemmtilega verkefni að framkvæma allar mínar hugmyndir, allavega þessar sem ég ræð ekki við ein eða sjálf.
Þá fékk ég þá hugmynd að deila þessum myndum skipulega með ykkur hinum og hafa með stuttann leiðbeiningatexta á íslensku, það hlyti að vera fleira, ekki svo hugmyndaríkt fólk þarna úti sem væri að hugsa eitthvað svipað, endalaust vafrandi um netið í leit að hugmyndum fyrir heimilið.
Facebook-síðan varð fljótt vinsæl og hér erum við í dag.

Við ætlum að halda áfram hér á svipuðum nótum og á facebook, á þessari síðu verður samt meira skrifað og þið getið sent inn fyrirspurnir eða spjallað við okkur um hugmyndirnar sem ykkur langar kannski að framkvæma.
Við ætlum líka að sýna ykkur hér hvað við erum að gera sjálfar, við getum ekki annað en hafa smitast af þessari hugmyndaflóru sem er fyrir augunum á okkur á hverjum degi og þá leyfum við ykkur að fylgjast með hvernig gengur.
Endilega skoðið albúmin okkar undir Hugmyndir fyrir heimilið og DIY, en við erum sífellt að bæta við nýjum myndum í albúmin og nýjum albúmum.

kv. Ester

Leave a comment to Fyrsta bloggið

  1. frábært hjá þér. Til hamingju með síðuna

Leave a Reply

Your email address will not be published.