ellos-kollur

October 13, 2014

Í innkaupakörfunni..

Enn einn mánudagurinn og það er farið að kólna í Noregi. Á dögum eins og þessum finnst mér gott að klára lærdóminn fyrir hádegi og eyða síðan smá tíma í að skoða vefverslanir og láta mig dreyma um ýmsa hluti sem ég ætla mér að eignast einn daginn.
Ég verð að viðurkenna það að ég á það til (alltof oft) að fylla innkaupakörfurnar hjá mínum uppáhalds verslunum af vörum sem ég enda aldrei á að kaupa.. Þó mig langi mikið til þess samt.. Í þetta sinn þá lét ég verða að því að panta mér nokkra hluti enda finnst mér við enn vera að koma okkur fyrir í íbúðinni okkar og margt sem mér finnst enn vanta.

 

frosta-krakk__20345_PE105506_S4

Ódýrir og einfaldir kollar frá IKEA. Tveir svona fá nýtt hlutverk fljótlega..

66-2326ellos kollur

Mér finnst þessi ótrúlega flottur. Ég held að hann verði fínn í stofunni okkar sem er frekar litlaus eins og er. Kollurinn er frá Ellos.

92-1893 ells_0102495_M

Þessir kertastjakar sem eru einnig frá Ellos enduðu líka í körfunni..

 

Ég er loksins að verða ánægð með íbúðina okkar en hún var alveg tóm þegar við fluttum hingað í ágúst. Hlutirnir eru búnir að týnast inn smátt og smátt en það var frekar tómlegt hér fyrstu vikurnar! Við höfum reynt að kaupa ódýr húsgögn en einbeitt okkur að því að breyta þeim frekar og kaupa þá meira af skrautvöru eins og púðum, kertastjökum, vösum o.fl sem við gætum tekið með okkur næst þegar við flytjum.

Hér er smá brot af þvi sem ég væri líka alveg til í að eignast frá Kremmerhuset sem er ótrúlega flott búð að mínu mati. Þeir eru með gott úrval af interior og textil vörum á sanngjörnu verði. Mæli með því að þið kíkið við ef þið eruð á leiðinni til Noregs.

7071100664679 707110067551470711006773657071100668417 (1) 7071100669346 7071100669933   7071100674654_0 7071100675675_0_IGP5043_0707110067642970711006771367071100671523

Njótið dagsins!
Kv. Kristjana Diljá

Leave a Reply

Your email address will not be published.