10726751_10152750370897243_1407797727_n

October 14, 2014

Einföld baðhilla – DIY verkefni.

 Ég sit hérna í stofunni hjá mér og horfi á snjóinn í Esjunni út um gluggann, það er kuldalegt úti en það er hlýtt og notalegt inni og hausinn á mér er á fullu í breytingahugleiðingum. Ég má til með að segja ykkur hvað ég gerði i gær. Ég var vafrandi um netið og fann þessa mynd af hillu yfir baðkari og deildi henni á Instagram síðunni okkar.
10609631_10152681347331708_4290733537320864065_n
Eins og þið sjáið lítur þetta alveg einstaklega vel út, hver vill ekki fara í þessa baðferð ? Ég varð að eignast svona hillu og helst í gær. Ég fór að leita hérna heima að einhverju sem ég gæti notað í staðinn fyrir svona tréþjöl en fann bara þetta hilluefni..

1062954_10152750370617243_1086694419_nSvolítið of langt og aðeins of hvítt en býður uppá endalausa möguleika, ég fann ekki sögina svo ég beið eins róleg og ég gat eftir að Maggi kæmi heim og hann fann sögina og sagaði þetta fyrir mig í rétta lengd á no time, ég var búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að mála hana en datt í hug að nota frekar afganginn af marmaralímfilmunni sem ég átti til og notaði á snyrtiborðið mitt um daginn.

10720893_10152750370917243_2099666799_n

Klippti hana í rétta lengd og byrjaði að klæða, loftbólurnar voru aðeins að vefjast fyrir mér en þetta tókst og ég var fljót að láta renna í baðið.

10721112_10152750370772243_1567662557_n
Kveikti á kertum til að hafa þetta enn meira kósý …

10726751_10152750370897243_1407797727_n
Þreytan yfirgaf mig á mettíma, svei mér þá..

og af því að ég er byrjuð að sýna ykkur marmarafilmuna þá verð ég að skella inn mynd af snyrtiborðinu mínu líka því nú er þetta allt í stíl.

10728836_10152750370732243_670902135_n
Þetta er semsagt gamalt eldhúsborð úr Ikea sem ég er að geyma fyrir dóttur mína sem býr í Noregi svo ég dulbjó það sem snyrtiborð, borðplatan á því var orðin ljót en marmarafilman gerði gamalt borð að nýju, það er svo mikið á þessum rúllum að ég smellti líka filmu á hilluna undir speglinum en hún samanstendur af tveimur litlum myndarammahillum ( Ribba ) úr Ikea. Vóla… marmaraþema á baðinu mínu.

Knús í hvert hús, Ester.

Leave a comment to Einföld baðhilla – DIY verkefni.

  1. Frábær hugmynd að gera sér svona kósýhillu yfir baðið. Ætla hikstalaust að útbúa mér svona þegar “rétti” tíminn kemur. Takk fyrir hugmyndina!

  2. Sæl,

    skemmtileg síða, og góð hugmynd. Mig langar að forvitnast um hvar þú fékkst marmarafilmuna?

    Með bestu kveðju,
    Hrund.

Leave a Reply

Your email address will not be published.