Um okkur

Ester Inga

Ég heiti Ester Inga Óskarsdóttir, er heimavinnandi, móðir þriggja barna og eiginkona Magga míns og við búum í Kjósinni með tveimur hundum og hefðarketti. Ég er förðunarfræðingur að mennt en hef áhuga á öllu sem gerir hús að heimili og garðinn að sælureit.
Þessi síða á að vera frábært framhald af facebook síðunni, hér ætla ég að setja inn fallegar myndir en það er svo oft þannig að maður fær bestu hugmyndirnar við að sjá annara manna heimili, einnig ætla ég að setja inn sniðug ráð og jafnvel eitthvað sem ég er að bæta og breyta heima hjá mér.

10710582_10152670669056708_5563345694673429323_n

Kristjana Diljá

Ég heiti Kristjana Diljá og er 20 ára viðskiptafræðinemi sem elskar hunda, að ferðast og að fegra heimilið. Í ágúst á þessu ári flutti ég til Noregs með kærastanum og búum við nú í kósý kjallaraíbúð með hvolpinum okkar. Áður en við fluttum út bjuggum við í stúdentaíbúð á vegum BN þar sem við máttum litlu breyta. Til dæmis máttum við ekkert negla í veggina og þá lá ég oft yfir pinterest og mínum uppáhalds heimilisbloggum í leit að ráðum. Oftar en ekki sýna vinsælar heimilisbloggsíður ótrúlega fallegar íbúðir fullar af dýrum og flottum hönnunarhlutum og oft erfitt að finna skemmtilegar síður þar sem ódýrar hugmyndir eru sýndar. Á þessari síðu ætla ég að blogga um falleg heimili, ódýr og einföld DIY verkefni ásamt því að sýna ykkur aðeins frá okkar heimili o.fl.

1236079_10151880004937243_616174754_n

Leave a comment to Um okkur

  1. Sæl Kristjana Diljá, hef verið mikið að flakka á síðunni þinni/ykkar. Einhvarstaðar sé ég mandarínukassa málaða sem mér fannst svo sniðugt. Er búin að leita en finn ekki myndirnar aftur.
    Er ég e-h að rugla.
    kveðja
    Berghildur

  2. Síðan er mjög aðgengileg og góð. Þó ekki sé kommenterað í hvert sinn þá er alltaf hvetjandi að setjast niður og fletta milli hugmynda. Gangi ykkur vel með framhaldið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.