Blogg

Ég bý í sumarbústað..

Það vita það ekki allir að ég bý í sumarbústað. Nú sjá allir fyrir sér 40 ferm. A hús fjarri mannabyggð, ófærð og kulda en það er nú aldeilis ekki þannig.
Þegar kreppan skall á okkur öllum sem harðast var lítið vit í að eiga tvö hýbýli og þar sem við tímdum enganvegin að selja litla kotið okkar í sveitinni seldum við íbúðina okkar í bænum, byggðum við sumarhúsið og fluttum inn.
Hér höfum við verið í sex dásamleg ár, ég mæli með þessu.. rétt hjá Reykjavík, samt úti í sveit, þú horfir á kindur og hesta, fjöll og móa út um gluggann og heyrir fátt annað en fuglasöng og í einstaka sláttuvél ef glugginn er opinn.
Hér bragðast morgunkaffið betur, þú nýtur stjarnanna í heitum pottinum á köldum vetrarkvöldum og þú nýtur sólsetursins og norðurljósanna betur en nokkur annar, hér eru engin ljós nema þau sem þú kveikir, mýs, uglur og refir eru ekki svo sjaldgæf sjón og þú skrepppur út í garð til að sækja bláber í skyrið.
Eini gallinn við þetta ef ég á að finna eitthvað er að bíllinn er alltaf og undantekningarlaust skítugur en ég reyni að lifa með því eins og íllgresinu í beðunum mínum. En auðvitað flytur þú ekki í sumarbústaðinn óundirbúinn, hér þarf að eiga tröllvaxinn bíl til að komast leiðar sinnar á veturnar, þú þarf að vera einkabílstjóri barnanna þinna ef þau eru yngri en 17 og þú skreppur ekkert út í búð ef það vantar rjóma.
Auðvitað er þetta ekki fyrir alla en ég elska þetta.
Áhugamál mín eru fjölskyldan fyrst og fremst, góðir vinir, heimilið, húsbyggingar og breytingar, garðurinn, tré, blóm, veðrið, utanlandsferðir og síðast en ekki síst jákvæð hugsun og hamingja sem ég veit að við sköpum okkur sjálf, þetta passar allt vel við lífið mitt í sveitinni.
Nú ætla ég að sjá hvort ég verði ekki duglegri að skella inn einu og einu heimilisbloggi, ég er búin að breyta eldhúsinu á margan hátt í huganum undanfarnar vikur og nú fer ég að koma hugsununum í verk, fylgist með.

Ester, í sveitinni.

Posted in Annað, Heima hjá okkur | Leave a comment

a t h o m e

Nennan er alveg búin að vera í lágmarki hjá mér síðustu daga enda nóg að gera í skólanum og gestagangi. En ég ætla nú að fara að rífa mig í gang enda hef ég ótrúlega gaman af því að skrifa hér inná.

Nú eru tveir mánuðir frá því að við fluttum inn og fullt búið að gerast síðan þá en auðvitað ennþá nóg eftir að gera. Einhvernvegin bætist endalaust við listann yfir það hvað “vantar” og í hvert skipti sem ég stroka eitthvað út af listanum bæti ég öðru við.. Kærastanum til mikillar gleði. Núna langar mig til dæmis að fá nýtt ljós yfir borðstofuborðið, hliðarborð, gólflampa við gula stólinn í stofunni og ég gæti talið endalaust áfram. Það eru eflaust fleiri sem kannast við þetta ;)
En að öðru.. Mig langaði að sýna ykkur aðeins hvað er búið að bætast við síðustu daga.
Við erum búin að fara örugglega svona 10x í Ikea enda er það ódýrt og hentar vel þegar maður vill flott húsgögn án þess að eyða of miklu. Við höfum reynt að kaupa ódýr húsgögn enda dýrt að kaupa allt nýtt inn í heila íbúð þegar maður flytur á milli landa og getur ekki tekið húsgögn með sér. Svo verður maður bara að safna að sér fínni húsgögnum smátt og smátt.
Ég vona allavega að ég geti gefið öðrum í svipaðri stöðu hugmyndir sem kosta ekki allt of mikið.
12233040_10153677523857243_866639652_n

Ég viðurkenni það alveg að ég er Søstrene Grene fan, bæði kertastjakinn á blöðunum og myndin eru frá Søstrene.

12231113_10153677523827243_945197192_nÉg ætla að byrja á að afsaka gæðin á þessari mynd… Skrifborðsaðstaðan: Þetta er reyndar ekki borðið sem ég var búin að hugsa mér áður en við fluttum inn en þar sem ofninn er hár og örugglega 10cm breiður þá urðum við að fá borð sem náði yfir hann, nema það ætti að standa úti á miðju gólfi, sem gekk ekki. Fæturnir eru alls ekki fallegir, ef þið vitið um 90cm háa fallega fætur þá hendiði því endilega í komment, hér eða á facebook síðunni okkar ;). Við ákváðum að taka borðplötuna í viðarlit til þess að brjóta aðeins upp þennan hvíta lit sem einkennir heimilið. Hér í hornið eiga svo eftir að bætast við hillur og fleira. Núna er ég reyndar líka farin að pæla í því að fá stærri borðplötu svo það sé meira pláss..
Boxið er frá Ikea og er algjör snilld! Þetta er hugsað fyrir millistykki og síðan er líka pláss fyrir smá drasl.

12226866_10153677524117243_838727787_nEnn og aftur, borð og bolli frá Søstrene, mottan er frá H&M home


12179616_10153654591382243_293483966_n

Púðann og Ísland-ið fengum við í innflutningsgjöf frá mömmu. Bæði frá Art og text.12233218_10153677523957243_1467699359_n

Við erum búin að kaupa tappa undir stólana en það á enn eftir að setja þá undir eins og sést ;). Ótrúlegt hvað svona smáhlutir geta tekið langan tíma.

Svo fer nú að styttast í að það megi fara að setja upp smá jólaskraut. Ég keypti hvítu jólatréin í Søstrene um helgina og eru þau fyrsta “jólaskrautið” sem fer upp.
Meira seinna!


Kristjana Diljá

Posted in Heima hjá okkur, Skrifstofa, Stofa | 4 Comments

Draumaíbúð í Stokkhólmi

Ég rakst á þessa íbúð í morgun og varð að deila henni með ykkur. Ég elska þessa blöndu af svörtu, hvítu, gráu og brúnum lit sem gefur heimilinu svo mikla hlýju. Opnar hillur í eldhúsinu er eitthvað sem er mjög flott í dag og hér sést vel hvað þessi brúni náttúrulegi litur gerir mikið fyrir annars grátt eldhús. Íbúðin er stíliseruð af Josefine Hååg fyrir Residence Magazine og það er alveg búið að pæla í hverju einasta smáatriði.
Íbúðin er staðsett í Stokkhólmi, hvar annarsstaðar?
Ég mæli með því að þið rennið í gegnum þessar myndir og fáið smá innblástur:

KJ1 KJ3 KJ4 KJ2 KJ5 KJ8 KJ7


Kristjana Diljá

Posted in Skandinavísk heimili | Leave a comment

Sólskálinn við sumarhúsið.

Ég var búin að lofa ykkur að segja frá og sýna sólskálann sem við byggðum við sumarbústaðinn í sumar.
Undanfarin sumur hafa ekki verið neitt súper hér í Kjósinni og sumarið í fyrra leið nú bara án þess að við borðuðum úti á palli og ég hreinlega nennti ekki að gera neitt fínt þar því allt fauk jafnóðum út í buskann eða ringdi niður.
Sumarið í ár var reyndar allt annað, loksins þegar að kom reyndar. Sól og hiti flesta daga og pallurinn mikið notaður, ég var samt alltaf að búast við því að sumarið yrði stutt og keypti hvorki sumarblóm né skreytti pallinn neitt að ráði.
Eftir að hafa rætt litla notkun á pallinum við manninn minn fengum við þá hugmynd að byggja bara yfir hluta af honum, þá væri hægt að kaupa sér flott útihúsgögn, skreyta eitthvað og jafnvel nota pallinn miklu meira en áður og þar að auki værum við með skjól fyrir húsgögnin, blómin í pottunum og allt fíneríið sem ég vildi hafa á pallinum yfir veturinn.
Við ákváðum strax að gera þetta hvorki flókið né dýrt.
Við héldum pallinum og skjólveggjunum eins og hann var og byrjuðum að smíða grind fyrir glerið og setja sperrur á þakið eins og þið sjáið á þessari mynd.

11224677_10153513833076708_1967224640492137687_n

Svo keyptum við plast þak svo sólin og birtan gæti nú komist í gegn og bárum hnotulitinn sem við notum á allt timbrið hjá okkur á. Við keyptum einfalt gler í gluggana og fljótlega var hægt að byrja að glerja.

12036369_10153513832886708_4639871107550812530_n

næst var það hurðin, við vildum geta opnað sólskálann mikið því það myndast gífulegur hiti í svona skjóli þegar sólin skín svo í staðinn fyrir að kaupa tvöfalda og rándýra hurð fengum við snilling til að hjálpa okkur að gera eina tvöfalda úr tveimur svalahurðum.
12049252_10153513832796708_3624251481568071625_n
Pensillinn var auðvitað alltaf á lofti.
12046956_10153513832476708_1889516401443301904_n
Til að vindurinn kæmist ekki í gegn keyptum við og klæddum með vindpappa og settum svo auka klæðningu yfir.. auðvitað var alltaf tími til að knúsa hvolpinn líka.
12032139_10153513832706708_4971650951629836636_n12037940_10153513832331708_3012134040140344507_n
Hér er verið að klæða skjólvegginn með timbri ( vindpappi undir ).
10455574_10153513832586708_5690280741333652484_n

Þetta gekk ótrúlega hratt og ég keypti húsgögn og fór að raða inn, ótrúlegur munur að raða inn í svona pláss sem maður veit að mun ekki rigna inn í.

12042606_10153513829331708_3150179577956186110_n12038565_10153513832056708_5105153347432367323_n12033051_10153513829226708_2439091058003439543_n
12032031_10153513832206708_6942475220400706917_n12046566_10153513828411708_2455709616216079910_n12036369_10153513827921708_1289857714601221258_n
Það verður að segjast eins og er að pallurinn/sólskálinn er mikið notaður núna. Athugið að hann er ekki fullkomlega vatns og vindheldur enda var það ekki ætlunin en hann gefur samt sem áður gott skjól og heldur að mestu leiti vatni svo húsgögnum og dúlleríi er óhætt. Ég var líka fljót að finna pláss fyrir kirsuberjatréið mitt.

12011166_10153513827666708_4469208675976141663_n12032931_10153513828321708_8412025047295624114_n12036946_10153513828141708_7243405013788811349_n
10417829_10153513827721708_3001566922257106577_n12036437_10153513828086708_6039811627345245280_n12065751_10153513828001708_5246908426686872083_n
12063896_10153513827841708_4806875564102627540_n12042884_10153513828966708_6948734014331358701_n12003972_10153513829041708_6399985374426217401_n
Þetta er ekkert lítið kósý í myrkri.
11953112_10153513827586708_4566863110138257289_n12036657_10153513828526708_2112710491057578979_n

Ég kem til með að setja þessar myndir líka á facebook síðuna okkar, aðeins öðruvísi að skoða þær þar.
Bestu kveðjur Ester.

Posted in Annað, DIY, Heima hjá okkur, Verönd | 2 Comments

Belgía og nýja íbúðin

Netið er komið hjá okkur í Gent þannig nú get ég loksins farið að koma mér aftur í gang og sett inn nokkrar myndir af nýju íbúðinni.
Síðustu dagar eru búnir að fara í Ikea ferðir og að setja saman húsgögn en við erum einnig búin að hafa smá tíma til þess að rölta um fallegu borgina okkar. Núna er loksins að koma smá mynd á heimilið, þrátt fyrir að það vanti ennþá nokkra hluti. Sófinn sem við pöntuðum kemur eftir viku og þá fer allt að verða tilbúið.
Við erum ótrúlega ánægð með íbúðina og það er mikill munur að fá stóra glugga og ljóst parket í staðinn fyrir litlu gluggana og dökku flísarnar sem við vorum með í íbúðinni okkar í Noregi. Síðan erum við með pall og tvo garða þar sem grillpartíin verða haldin næsta sumar ;)
Ég hef þetta stutt í bili þar sem það er nóg að gera hjá okkur. Set inn fleiri myndir á næstunni.

11150435_10153566410102243_3842616803843916018_n

11103042_10153566410087243_951433654011703716_o

11207353_10153566416062243_7751026249028824048_nFengum þennan æðislega flotta gaskút með grillinu okkar..

11958159_10153566410072243_3474721529192552987_o

12006243_10153566409872243_4042665130555629636_nÉg ætla enn og aftur að reyna að halda plöntum á lífi

12002805_10153566437822243_261024043572543421_nSmáatriðin

11990443_10153566410267243_6442282645974606005_nIkea er hætt að selja 70*100 ramma.. Hvað gerir maður þá?

Fáar myndir þar sem það vantar enn nokkra hluti inn, læt þetta duga í bili.
Ég minni líka á facebook síðu Allt sem gerir hús að heimili *hér*

Posted in Heima hjá okkur, Stofa | Leave a comment

Mottupælingar

Ég er búin að vera að skoða mottur til þess að hafa í stofunni en get engan vegin ákveðið mig og fundið eitthvað sem setur okkur ekki á hausinn. Ég hef alltaf verið með þessa “loðnu” frá Ikea en er að pæla í einhverju allt öðru núna, aðallega einhverri frekar stórri til þess að hafa hjá sófanum og ég vil helst fá einhverja með smá munstri í sem gefur heimilinu hlýju og stíl.
Ég hef mest verið að skoða motturnar frá House Doctor og eru þessar í uppáhaldi:

115252 128031r 128033r_1house-doctor-taeppe-ad0220-60x90cmbright-contrast0

 

Þessi neðsta er algjörlega draumamottan, það er spurning hvort maður kaupi hana ekki í minni stærð bara til þess að eignast hana?
Ef þið eruð með einverjar ábendingar um hvar ég finn mottu í þessum stíl á námsmannavænu verði þá megiði endilega skilja eftir ykkur komment ;)


Kristjana Diljá

Posted in Annað, Stofa | 3 Comments

Innblástur

Við skrifuðum undir leigusamninginn fyrir stuttu og ég get ekki beðið eftir að komast út og gera allt fínt. Ég er búin að liggja yfir pinterest og netverslunum í Belgíu síðan og ég er  næstum alveg búin að skipuleggja hvert einasta horn í huganum (hvort sem það breytist síðan eða ekki).
Ég er hrifnust af skandinavískum og frekar hráum stíl, hvítum og ljósum litum í bland við viðarliti og grænar plöntur, svo myndirnar sem ég skoða eru aðallega í þeim stíl.
Hér eru nokkrar myndir sem hafa veitt mér innblástur:

d7cb0a808da9822a87916f20fee172c2d56e486dc24c5e7577042e4ba80f7745fafd3423b733aa3ecf65e5237781fdc5f7e1168904ffcf57d55ec46afa678af2-2f4c3d6ab929953a1a1300aa418abc6ece33e704160f89bf893167b11b53aba90d8b9ff818fb6b20a603ff00dc5a5662d-2c5ec5a67ef8bc6d60894bcad45d5f747c2ff47005194ad905238c28fc694bee6c0cb2544af3762a2ef74ed5e33b59ddbbd81f7802f455fc7b60f6f3c1db273d1b95646a6b167d60e4ce5103b1d95a11f734252c7e8a5cdd899fc137157730e6777393fa6a4766f117ab384b2c91936f5

3.3.2011 Finland, Helsinki, editor Paulina Arcklin

3.3.2011 Finland, Helsinki, editor Paulina Arcklin

6738c0e5e3af49fe96a443aaa594230a2627aa75fed32bc172b8ea3c9e3eff481731d41cd76c66f17967db03ad850c1d1131e9d88d72483b025cff4283af269f713fd751998d283ff6f48213dcfe6a35197df370d08a15395f6ad8857c7aff3a87d6e5f57c7d31bdd5b0e9a51c25aab737e6e3561d4bbca4684beff69ecb1dba23c9bb6155ed90909f28d3dc9ed9a84613d8ee1af0941294779f23ade62dab978a1695bdb1050fca4ae1a511ceb2e9b9-35f9021d5eb5c9dea7e7646b7e56b47ce5e2b7ed5b3255e055c244fefd458b637

 —
Kristjana Diljá

Posted in Annað, Eldhús, Skandinavísk heimili, Skrifstofa, Stofa | Leave a comment

Skrifstofan heima

Við höfum fest okkur svolítið í því að læra alltaf við borðstofuborðið og kemur það sjaldan fyrir að það séu ekki tölvur, bækur og pennar um allt borð. Síðan þegar ég tek til þá færi ég yfirleitt bækurnar á skenkinn og þær eru komnar aftur á borðstofuborðið daginn eftir. Ég er búin að vera að hugsa um að útbúa lítið skrifborðshorn þegar við flytjum svo ég geti losnað við þetta endalausa skóladót af borðstofuborðinu.
Hér eru nokkrar hugmyndir sem heilluðu mig:

0d30f968046440ebefa8a9c8c0c6250c 4dfdf5765c64aedbaf37d2e99a505a29 5fd3ad32cd324611da6854402e1f148b 8a1695bdb1050fca4ae1a511ceb2e9b99c09b0cec39acbc918ae9ef5081e355d-2 12fc94136782de369784f00aa5ede5ea 40bb571ecc37cc4e97b2fa18cb5a3748 64b48584988ab47fe29032570a8f53be99c0cff0efcf79a90e66a31729f7efd4 478a04e701034e267585287a1f35108b-2 951f9bd546a06a9c0f15d38d5c91f658 a366facede39b0b5081626e77d2b4729 bd530a97acdd196fc6b4b9235ff79c88

 

Það er greinilegt að það er alveg möst að vera með fallegan stól við skrifstofuplássið.. Og þá er það bara að finna íbúð með fullkomið horn fyrir heimaskrifstofu!


Kristjana Diljá

Posted in Skandinavísk heimili | Leave a comment

Botkyrka IKEA vegghillur

Þessar hillur sjást meira og meira á heimilisbloggunum sem ég skoða. Ég var ekki viss í byrjun hvað mér fyndist um þær en ég alveg komin á það núna að þessar verða keyptar eftir sumarið.
Þær eru ótrúlega einfaldar og stílhreinar og passa vel í lítil rými, mér finnst þær sérstaklega fínar í eldhúsum. Og ekki skemmir fyrir að þær kosta aðeins 5950 í IKEA, ég var alveg viss um fyrst að þetta væri einhver voða fín “hönnunarhilla” haha..
Mér sýnist hún bara vera til í hvítu og gulu, en hún er allavega til í gráu líka í Noregi þannig það er spurning hvort hún komi ekki líka í IKEA á Íslandi.

2b4a15bc012f642fc4dd036852dd271b

SAMSUNG CAMERA PICTURES

SAMSUNG CAMERA PICTURES

4a178fa1af33529d22097112efa0ba485bd7ee54f053373b91202054a3d420a8 185b62e8f6dfd2c9ead7b7bc23bc484a 3723e2464166fa2f0a42b252200bd9a2 7600f5f063db77a02482f7c24717c229205558f2dfc9b61dcb1b3cf0b6317336

c6c585fce200d436bcb7a8f33338e509cba5984a7273962c60c461bcb049ff2cd7cb0a808da9822a87916f20fee172c2d181c17ff34955de37cc8d01da021d2e
f1095a85eda2598f976344621a7516b6ef52eef5ebb725ab2cd5b96d39af5cb0e2668e5c0edff7de103b8a652ba8cdc76cedf3ed1ed023e1098a8a499bb3888b-2

 

 
Ég minni á facebook síðuna okkar Allt sem gerir hús að heimili, endilega smellið á like og fylgist með þegar við setjum inn eitthvað nýtt!

Kristjana Diljá

Posted in Annað | Leave a comment

Tæpir 50 fermetrar í Svíþjóð.

 

Það er eitthvað við litlar íbúðir í gömlum byggingum sem heillar mig. Ætli það sé ekki  það að þegar íbúðirnar eru minni þá er meira pælt í hverju horni og reynt að skipuleggja vel.
Ég rakst á þessa íbúð inná Stadshem.se. Björt og falleg 48 fermetra íbúð í húsi frá 1928.
Ljósa gólfið og hvítu veggirnir gera íbúðina bjarta og ljósir náttúrulegir litir eru áberandi. Hér tekur maður vel eftir því hversu mikið grænu plönturnar gera fyrir heildarlúkkið.

Mér finnst líka gaman að sjá hversu mikið þau blanda saman ódýrum IKEA húsgögnum og fallegum hönnunarvörum, en sófinn er Karlstad frá IKEA, fatahengið í svefnherberginu, eldhúsborðið, kollarnir og eflaust eitthvað fleira eru einnig frá IKEA. Butterfly stóllinn fer eflaust ekki framhjá neinum og setur punktinn yfir i-ið í stofunni.
Ótrúlega falleg íbúð og algjörlega minn still. Mun eflaust nýta mér þessar myndir þegar við flytjum í september.

Hvað finnst ykkur? Er þetta ákkúrat ykkar stíll eða vantar fleiri liti?

SFD761B8979FE244665B385D5E339F33983 SFDFCAA398C2E984BBF8559A3E777E71D81SFD2DCC195BF9AE4337851272B2C000FEEF SFD2A0F0ADFA29C47DE81F35D9B58DC20D4SFD1F8C3C929B5F4C2F9513EF9272471514SFD371FDB63A9E74151B1F1920E0144C2F7-2SFD08131BC963A34294BA73384A6BD09B96SFDC5BEA18B48834A10B86205C5B3066FDESFD4CA12131BD7340B4B16978CF761C0FF2SFDE8BDE82F92104C6EAA68B5930A73EC5ASFDA897B266294C4E468C7C94B65AF27E61SFDD74D5D2F140F4483AB530246393742DCSFD9BFE786917264002AADB72AFEED4CCF1SFDC23BA09CBD874B73806C540E5CD81C95SFD86571D10F1C44AC1B0D03BCF0B360B65-2


Kristjana Diljá

 

 

Posted in Skandinavísk heimili | Leave a comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.